Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Side 7

Kirkjuritið - 01.11.1936, Side 7
Kirkjuritið. Píslarvætti Péturs og Páls postula. 357 Það verður ekki sýnt með rökum, að nokkur kristinn maður liafi játað á sig hlutdeild í brunanum. „Sökin“, sem þeir játuðu, var blátt áfram sú, að þeir væru kristnir. Engin ástæða er beldur til að ætla, að þeir, sem fyrst voru handteknir, bafi sagt til bræðra sinna, enda þótt reynt væri að pína þá lil þess. bbi það er sennilegast, að yfirvöldin liafi náð í bréf og skjöl kristinna manna og komist þannig að raun um, að þeir voru ekki gyðing- legur sértrúarflokkur, heldur vildu stofna ný heimstrú- arbrög'ð og þá jafnframt kollvarpa trú og helgisiðum Piómaveldis. Þetta er það, sem Tacitus kallaði „batur til mannkynsins“. Nú vildi Neró bæði svala blóðþorsta borgarmúgsins og veila bonnm og sjálfum sér þá skemt- un, að bætt yrði að brjóta heilann um upptök eldanna i Róm. Skemtistaður var ákveðinn bringleikasviðið á báls- draginu á hægri bönd við Tiber, þar sem Vatikanball- irnar slanda nú. Lystigarðar keisarans lágu umhverfis og hafði eldurinn ekki komist þangað. Þeir voru opnaðir öllum borgarlýðnum, sem streymdi að þúsund- um saman. Tacitus gefur með nokkurum orðum bug- mynd um það, sem fór fram á leikvellinum. Þeir, sem dæmdir voru til dauða, voru fyrst látnir ganga í langri fylkingu bringinn í kring. Það átti að gefa áhorfendun- um nokkurs konar forsmekk að því, er við myndi taka. Því næst var rekinn inn flokkur af kristnum mönnum, körlum og konum, vöfðum villidýrabúðum, og ólmum bundum slept á bópinn til þess að rifa liann í sig. Þegar áhorfendur böfðu fengið nægju sina af þessum ójafna leik, þá voru krossar bornir fram og reistir, og aðrir menn festir á þá. Síðan var hlevpt út á þá banhungr- uðum villidýrum. Ekkert af þessu var þó mjög nýstár- legt á bringleikasviðum Rómaborgar. En að áliðnum degi skyldi sýna hópmyndir úr goðsögnunum og þjóð- sögunum, Herkúles brendan á báli, Orfevs tættan sund- nr, Dirke bundna við liorn á mannýgu nauti o. s. frv.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.