Kirkjuritið - 01.11.1936, Síða 38
Kirkjuritift.
INNLENDAR FRÉTTIR.
Starf meðal sjómanna.
Norska sjóinannatrúboðið liefir í sumar eins og að undanförnu
haldið uppi kristilegu sjómannastarfi á Siglufirði yfir sumarmán-
uðina júlí— ágúst, með góðum árangri. Að þessu sinni veitti N.
Nielsen, sjómannaprédikari, starfseminni forstöðu.
Trúboðið á sjómannaheimili á góðum stað hér í bænum, og er
það miðstöð sjómanna, þegar þeir eru í landi, en það eru þeir að
jafnaði um helgar. Sjómannaheimilið hefir einnig sjúkrastofur,
og er héraðslæknir læknir heimilisins.
Starfsemi sjómannatrúboðsins hefir unnio sér fullkomna við-
urkenningu meðal bæjarbúa, enda er hegðun og framkoma norskra
sjómanna alt önnur nú en hún var, meðan um enga slíka starfsemi
var hér að ræða og ekkert sjómannaheimili. Nú er framkoma
norskra sjómanna sannarlega til fyrirmyndar íslenzkum sjómönn-
um, er dvelja hér yfir síldveiðitímann. Sýnir það ljóslega þörf-
ina fyrir samskonar heimili og samskonar starfsemi meðal ís-
lenzkra sjómanna.
Jóhannes Sigurðsson starfaði hér einnig í sumar, eins og áður
í sambandi við norska sjómannaheimilið, en starf hans var frem-
ur miðað við þarfir íslenzkra sjómanna. Naut Jóhannes lítils-
háttar styrks frá Siglufjarðarbæ.
Þeir N. Nielsen og Jóhannes héldu á hverjum sunnudegi sam-
eiginlegar guðsþjónustur i Siglufjarðarkirkju. Velvildarhug bæj-
armanna til starfseminnar mátti glögglega sjá á fjölmennri kveðju-
samkomu, er þeir liéldu í kirkjunni i lok ágústmánaðar, þegar
starfið var á enda. f þeirri samkomu tóku þátt, auk þeirra N. N.
og .1. S., bæjarfógetinn á Siglufirði og sóknarpresturinn, er töluðu,
en karlakórinn „Vísir“ og kirkjukórinn önnuðust sönginn.
Kirkjudagur.
Kirkjunefnd Siglufjarðarkirkju, er tók lil starfa s.l. sumar, geksl
fyrir því, að haldinn var sérstakur kirkjudctffur i söfnuðinum
30. ág. s.I.
Kirkjunefndin tók upp þessa fornu liugmynd, en þó i nokkuð
nýrri mynd, og skyldi dagurinn nú og framvegis vera afmælis-