Kirkjuritið - 01.11.1936, Qupperneq 22
372 Ól. B. Björnsson: Kirkjudagur. KirkjuritiS.
söfnuðum, að taka upp liinn gamla góða kirkjudag. Það
er eins og ávalt hagkvæmt og heillavænlegt, að vera
framsýnn og safna á góðu árunum til þeirra erfiðu,
láta tímann vinna með sér, og fyrir sig. Þannig finna
menn ekkert til jafnvel mikilla framkvæmda, Ef engin fyr-
irliyggja eða verldiygni er við höfð, getur það orðið til
þess, að hluturinn verði ekki gerður, eða þá með marg-
földu erfiði. Og það er oft illa þokkað, þegar alt þarf
að gera í einu. 1 þessu sambandi má og vel minnast þess,
að lán verða menn i raun og veru oft að borga tvisvar,
þó gott sé að geta hæfilega gripið til þeirra.
Þessi hátíðisdagur getur unnið kirkjunni ómetanlegt
gagn. Hann tengir söfnuðinn saman til sameiginlegrar
umhugsunar um þarfir kirkjunnar og málefni liennar.
Hann stuðlar vafalaust að aukinni kirkjusókn og rækt-
arsemi við kirkjulega starfsemi. Á þessum degi fara for-
eldrar með börn sín til kirkjunnar, og láta þau líka af-
henda gjöf sína. Þannig er hörnunum i æsku kend rækt-
arsemi við kirkju sína. Er það spor i áttina, því að á fáu
er islenzku kirkjunni nú meiri þörf en að ná sambandi
við hið „unga ísland“, til kristilegra áhrifa á manndóm
og menningu þeirra, sem áfram eiga að byggja landið.
Og ekki er ósennilegt, að ungur piltur eða stúlka, sem
um mörg ár i fyrstu æsku liafa fylgt foreldrum sínum
til sóknarkirkjunnar á kirkjudaginn, minnist siðar á lífs-
leiðinni þeirra hátíðlegu áhrifastunda, sem þau nutu
með góðum foreldrum þá.
Kirkja vor og kristindómur liefir áreiðanlega verið
þjóðinni meira en „liálft líf“ á liðnum öldum. Það er því
vart hægt að halda því fram, að þjóðinni sé liolt eða
eðlilegt að slíta tengslin við slíka stofnun. Það þarf þvert
á móti að sameina alla krafta til samvinnu, með hag
kirkjunnar fyrir augum. Það er hagur þjóðarinnar —
og kirkjudagurinn er einn liður í þeirri viðleitni.
Ól. B. Björnsson.