Kirkjuritið - 01.11.1936, Síða 25
Kirk.juritið.
Heimsókn próf. 0. Hallesby.
375
Hallesby mun fljótt hafa horfið, er menn hér kyntust
honum. f fyrstu bæn, sem hann flutti hér í dómkirkj-
unni, bað hann þess, að livað, sem annars yrði um árang-
ur komu sinnar hingað, þá mætti liann komast hjá því,
að segja okkurt orð, er nokkrum manni yrði til tjóns.
Þetta hefir áreiðanlega verið af heilum huga mælt, enda
lilaut framkoma hans öll að vekja hið óskoraðasta
traust til hans.
Það, sem fyrst mun liafa vakið athygli manna hér, vár
það, hvílíkur afburða ræðumaður itróf. Ilallesby er.
Þetta held ég, að flestir eða allir liafi játað, sem á hann
hlýddu, hvort sem þeir annars voru með eða móti boð-
skap þeim, er hann flutti. Enda er sannleikurinn sá, að
hann hefir óvenju marga og mikla ræðumannshæfileika.
Persóna lians og framkoma í ræðustól, rödd hans, efnis-
val og efnismeðferð lýsir alt hinum fædda mælsku-
manni, og munu mörgum verða skiljanlegri eftir komu
lians en áður þau miklu áhrif, sem hann liefir haft í
Noregi. Ræða hans og framburður verður aldrei til-
breytingalaus, heldur eru þar stöðug blæbrigði, sem
halda áheyrendunum föstum frá upphafi lil enda. Ró-
leg fræðsla, skáldleg lilþrif í lýsingum og sögum, napurt
skop að þvi, sem vill hreykja sér, eða græskulaust gam-
an að öðru, og svo loks síðast en ekki sízt gneistandi
útrásir á andstæðingavígin — alt þetta skiftist á í sífellu,
svo að áhrifin af ræðu lians eru afarfjölþætt og rík.
Með þessu er ég ekki að gefa próf. Hallesby neina
einkunn i ræðulist, heldur aðeins lýsa þvi, sem var
flestra manna mál þeirra, er á hann lilýddu.
En mestum áhrifum veldur þó ræða próf. Hallesby af
því, að áheyrandinn finnur, að bak við orðin stendur
persóna, óvenju heill og heilsteyptur maður, sjálfur full-
komlega gripinn af því, sem hann er að boða öðrum. Og
auk þess lýsir sér í ræðum hans fádæma skörp mann-
þekking, áunnin í áratuga sálgæzlustarfi og við skrifta-
mál þúsunda manna. Hér er maður, sem á hvorttveggja,