Kirkjuritið - 01.11.1936, Qupperneq 35
KirkjuritiíS.
íslenzkar bækur.
385
bræðralag mamianna. betta skilja þeir ekki sjálfir, en þurfa að
skilja. Þeir eru eins og óvito börn, sem sparka i mófínr sina, þeg-
or þau hafo slept brjóstinu.
Allir, sem unna kristni og kirkju, hljóta að kuniia séi'a Benja-
mín beztu þakkir fyrir snjalla og örugga málsvörn hans með bók
sinni. Hann hefir gengið fram fyrir skjöldu á þessum vettvangi,
ekki aðeins varist, heldur veitt djarfa sókn af miklum fræknleik.
Á. G.
Elinborg Lárusdóttir: Sögur. Beykjavík 1935. Anna frá Heiðar-
koti. Heykjavík 1930.
Nokkurir mánuðir liðu aðeins milli útkonni þessara bóka, og
mun hin síðari skrifuð eftir það er hin fyrri koni út. Sést af því,
að frú Elínborgu er bæði létt og ljúft að skrifa sögur. Skín frá-
sagnargleðin gegnum sögur hennar, og eru þær stórum ríkari
að siðgæðisanda og góðum vil.ja heldur en flest, sein nú er prent-
að af skáldsagnatæi.
Á. G
Gunnar nenediktsson: Sýn mér trú þína af verkunum. Iteykja-
vík 1936.
Bæklingur þessi er fjörlega ritaður, en orðbragð víða óheflað
og ósamboðið mentamanni. Hann ber vitni um ríka sanuið með
þeim, sem bágast eiga efnalega, en gjarnan hefði höf. mátt spara
sér kaldyrði og köpuryrði til annara. Rökvísi er af skornum
skamti (sbr. I. d. bollaleggingarnar um sannanir spiritista á bls.
96) og skarpskygnin ekki nóg til að skilja það, að trú og vísindi
eiga í insta eðli sínu samleið. Þess væri óskandi, að höf. hætti
að spyrna á móti broddunum, hneigð sinni til kristinnar trúar,
og niyndi hann l)á geta skrifað betri bók en þessa.
Á. G.
Jens Bjarnason: Vídalíusklaustur að Görðum. Hugleiðingar nm
nienningarmál. Reykjavík 1936.
Bækningur þessi er sérprentun af ritgjörð, er kom út í dag-
blaðinu „Vísi“ í Reykjavik í júnimánuði siðastliðnum. Rit-
gerðin skiftist í sérnefnda kafla og skulu þeir nú laldir upp og
gjörð stutt grein fyrir efni hvers eins.
Fyrsti kaflinn nefnist „Þrjú nöfn“, og eru það nöfn frábærra
andans manna i kirkju þjóðar vorrar: Hallgríms Péturssonar,
•lóns Vídalíns og Matthíasar Jochumssonar. — Annar kafli:,,Hvern-
ig þjóðin launar“. Er þar minst á Hallgrimskirkju og Matthíasar-
bókhlöðu og hitt, að enn hafi ekkert verið gjört til þess að reisa