Kirkjuritið - 01.11.1936, Qupperneq 20
370
Ól. B. Björnsson:
Kirk.juritið.
En svo kemur hnignunartímabil kirkjunnar, livað
þetta snertir. Kirkjudagurinn lagðist smátt og smátt nið-
ur. Búnaði kirknanna lirakar. Ógrynnum er ruplað, eða
týnast. En tiltölulega lítið! hætist við, nema [tá af þeim
gripum, sem engin kirkja gat án verið.
Fram um síðustu aldamót er tiltölulega lítið gert að
þvi af almenningi að afla kirkjunum góðra gripa, til að
skreyta þær, eða gera þær vistlegri á einn eða annan
hátt. Þá var í fáum kirkjum ofn eða hljóðfæri.
Um þetta leyti fara svo konurnar að þjappa sér sam-
an til félagslegra samtaka (kvenfélögin) Snerist þá starl'
þeirra fyrst og fremst, samkvæmt eðli þeirra og innræti,
að meginhugsjón kirkjunnar á öllum öldum: Að styðja
og efla það, sem háleitt er, gott og göfugt, að lina þrautir
liins sjúka, og gefa þeim þurfandi brauð. Þá fóru þær
og með miklum dugnaði að afla kirkjum sínum góðra
gripa, hafa nánari gætur á hirðingu þeirra, og gera þær
á margan hátt vistlegri en áður var. Konurnar hafa þvi
átt mikinn þátt í því að endurvekja markmið hins
forna kirkjudags, til mikils gagns og hlessunar fyrir
kirkju landsins.
Líklega hefir kirkjudagur hvergi verið upp tekinn
aftur liér á landi nema á Akranesi. Og af því að þeim
sið hefir verið haldið þar síðan 1923, vil ég segja nokk-
ur frá reynslu hans og árangri.
Kirkjudagurinn er haldinn á Allra heilagra messu,
með viðhafnar guðsþjónustu eftir því sem föng frekast
leyfa. Til söngs er vandað svo sem hægt er. Hátíðasöngv-
ar sungnir. Kirkjan er öll ljósum prýdd. Konurnar
skreyta liana með blómum.
Skírnarfonturinn er skreyttur blómum og settur fram-
anvert við kórinn. I ræðu sinni minnist presturinn þessa
dags, sem kirkjuhúsinu er sérstaklega lielgaður. Þar
minnast sóknarmenn þess nána sambands, sem er á milli
þeirra og sóknarkirkjunnar alt frá því er þeir voru
ómálga börn. Þá er og minst þeirra, sem farnir eru á