Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 39
Kirk.iuritið. Erlendar fréttir. 389 tlagur kirkjunnar og haldinn sem næst þeim sunnudegi, er hún var vígð (28. ág.). Skyldi helgihald dagsins miðast við það, að auka ræktarsemi til kirkjunnar og efla áhuga fyrir krjstilegri starfsemi í söfnuðinum. Þessa fyrsta kirkjudags var minst með hátíðaguðsþjónustu, og við guðsþjónustuna safnaðist nokkurt fé til kristilegrar starfsemi. Það er ætlun kirkjunefndarinnar, að slíkur kirkjudagur verði framvegis haldinn á ári hverju. Á þessu ári voru 4 ár liðin frá því er Siglufjarðarkirkja var reist. Ó. ./. Þ. Frófessor séra Bjarni Þorsteinsson var kjörinn heiðursborgari Siglufjarðarkaupstaðar 14. f. m. En þá varð séra Bjarni 75 ára. Hann hefir unnið mikið og þarft brautryðjandastarf fyrir kaupstaðinn, og telja Siglfirðingar hann réttnefndan „föður“ hans. Á. fí. Minningargjöf. Nýtt altarisklæði hefir Gísli Pálmason á Bergsstöðum gefið Bergsstaðakirkju lil minningar um konu sína, Sigurbjörgu Vil- hjálmsdóttur Ijósmóður, er andaðist 10. júlí 1934. í rauðan flauelsdúk er baldíraður tvöfaldur lárviðarsveigur utan um stafina I. H. S. (Jesus hominum salvator, þ. e. Jesús frels- ari mannanna). Hinn fagra uppdrátt gjörði gefandi sjálfur að mestu, en verkið vann af hinum mesta hagleik frú fngiríður Sig- fúsdóttir á Blönduósi. Þetta mun vafalaust vera eitthvert fegursta altarisklæði á landinu, og er gefið með þeim fyrirmælum, að' það falli til þjóð- minjasafnsins, ef kirkjan á Bergsstöðum verður lögð niður. G. Á. ERLENDAR FRÉTTIR. Frá þingi Brezka vísindamannafélagsins. Snemma í september s.I. komu saman tvö þúsund fulltrúar á þingi Brezka visindamannafélagsins, sem háð var að þessu sinni í Blackpool á Englandi. Á mörgum fundum vísindamannanna var aðalumræðuefnið ýms vandamál heimsins og áhrif hinnar vís- indalegu þróunar á velfero mannkynsins. Atvinnuleysi, innilok- unarstefna þjóðanna, næringar- og húsnæðis-spursmálið, inn- og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.