Kirkjuritið - 01.11.1936, Qupperneq 14
3(54
Ásmundur Guðmundsson:
Kirkjuritið.
austan, hann ætlar söfnuðununi þann arf, og möttulinn
sinn langar liann til að fá fyrir veturinn. Hann veit, hvað
að fer. Ýmsar myndir líða honum fyrir hugarsjónir.
Hann sér hátiðahöld, sem lýkur með því, að dreypifórn
er færð. Hann sér hermann, sem kippir upp hælum og
tjaldsúlu, vefur saman tjald sitt og leggur upp á nýjan
áfanga. Hann sér kappleikavöll, sem verður sífelt stærri
og stærri, unz hann nær alla leið frá upprás sólar til
endimarka vestursins. Kristnir skarar keppa fram, boð-
berar guðsríkis á jörðinni. Við markið stendur hann,
sem verðlaunin veitir Kristur. „Það er nú svo komið'h
skrifar hann, „að mér verður fórnað eins og dreypifórn,
og tíminn er kominn, að ég taki mig upp. Ég hefi barist
góðu barfáttunni, hefi fullnað skeiðið, hefi varðveilt
Irúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins, sem
drottinn mun gefa mér á þeim degi, hann hinn réttláti
dómari, en ekki einungis mér, heldur og öllum, sem
elskað hafa opinberun hans“. A bak við þennan dýrlega
bréfkafla, sem vér eigum síðastan frá hendi Páls, má
enn finna eins og máttuga undiröldu enduróma frá 22.
Sálmi, sem Jesús hafði í Iiuga á deyjandi degi, og frá
Faðirvorinu.
Svo beið hetjan frá Tarsus dauða síns eða réttara sagl
hins nýja lifs.
Pétur postuli var síðar fangelsaður og skemri dýflissu-
vist hans, en verri. Það þurfti ekki langan málarekstur
né heldur var vandgert við fiskimann austan úr Galíleu.
Ég hefi komið í myrkrastofuna, þar sem hann hefir
að líkindum veidð geymdur. Hún er við Capitolium og
Forum Romanum og var þar aðalfangelsi Rómaborgar
lengi. Hið efra er nú „Fangelsiskirkja Péturs“, en um
12 fet niðri í jörðinni er dýflissa. Hrjúfir múrveggir eru
á allar ldiðar, en steinhvelfing yfir. Þrep eru niður að
ganga, en fyrrum voru fangarnir látnir síga niður uni
lúku. Niðri gjörðust um langan aldur hryllilegir atburðir.
Þar voru samsærismenn Catilinu kyrktir hver af öðr-