Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Qupperneq 33

Kirkjuritið - 01.11.1936, Qupperneq 33
Kirkjurilið. íslenzkar bækur. 383 1 fyrra kom út ævisaga Hálfdónar Einarssonar skólameistara á Hólum og lýsing aldaranda þar nyrðra i hans tið. Var það stór- merk bók og full af staðgóðum fróðleik um þetta efni. En nú i ár kemur frá hendi biskupsins töluvert stærri bók, og fjallar hún um hinn biskupsstólinn á svipuðum tíma, og þann, er á þeim biskups- stóli sat síðastur, dr. Hannes Finnsson. Békin var í fyrstu send út i fremur fáum eintökum, en er annars ein af bókum Bók- mentafélagsins á þessu ári. Saga Hannesar er rakin eftir ákveðnum tímabilum i ævi lians, en inn í þessa umgerð er svo hlaðið afarmikium fróðleik um annað, sem Hannes biskup kom við beint eða óbeint. Eftir að rakin hefir verið framætt Hannesar, er lýst uppvaxtar- og skól ' rum, og þar lýst nokkuð skólahaldi i Skálliolti í tíð Finns biskups. Þá er mikill og efnisríkur kafli u:n hina fyrri Hafnar- dvöl Haunesar, en hún varð livorki meira né minna en 12 ár (1755 —67), ,g er þar ágæt lýsing á lífinu við háskólann um þessar mundir og kjörum og aðbúnaði lærðra manna, sem höfðust við í Höfn. Þó er nokkuru minna sagt frá stúdentalífinu og félagslífi landa í Höfn, en búast hefði mátt við, en má þó vera, að um það sé ekki mikið til frá Hannesar hlið. Þá er IV. kafli um þriggja ára dvöl Hannesar í Skálholti, þegar Hannes starfar þar með föð- ur sínum m. a. að kirkjusögunni miklu, og miðlar óspart af sín- um mikla fróðleik til allra, sem kunna að nota. Þá er kafli um sjö ára dvöl Hannesar í Höfn, er hann vann að prentun kirkju- sögunnar, og er þar enn mjög mikill fróðleikur um lif lærðra manna í Höfn. Næst er svo stórfróðlegur kafli um samband stóls og skóla í Skálholti á síðari parti 18. aldar. Er þar átakanleg mynd dregin upp af því dæmalausa vandræða ástandi, sem hér var svo að segja i öllum greinum um þessar mundir, fátækt, illum aðbúnaði og hverskyns basli. Þá eru tveir næstu kaflarnir biskupssaga Hannesar, og eru þeir eins og vita má msginkaflar bókarinnar. Er þar fyrst skýrt frá því, er Hannes var aðstoðarbiskup föður sins (1777—85), þó að það yrði bráðlega nafnið tómt, því að öll störfin komu meira og meira á Hannes. Er hér lýst húsakynnum i Skálholti og kjör- um biskups, og er þar enn sama sagan af eymd og volæði. Hafði Hannes mun lakari kjör sem biskup í Skálholti en hann hafði haft sem stúdent i Höfn. Síðari kaflinn er svo um biskupsstjórn Hann- esar eftir að hann tók með öliu við embættinu (1785—9G). Niðurlagskaflar bókarinnar eru svo um bókmentaleg afrek Hannesar og frábæran lærdóm bans, ævilok hans, ágrip af niðja- tali hans, viðaukar og heimildir og nafnaskrá. Er bókin öll 272 bls. í stóru broti.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.