Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 34
384 íslenzkar bækur. Kirkjuritið. Fyrir utan hinn mikla fróðleik, sem hér er saman dreginn, er þessi bók biskupsins prýðilega skemtileg aflestrar hverjum þeim, sem nokkuð liefir gaman af sögulegum fræðum. Það mun varla of- sagt, að þessi bók uin Hannes Finnsson, sem dr. Jón hiskup sendir frá sér sjötugur, sé hans merkasta bók að öllu samtötdu. Á liann iniklar þakkir skilið fyrir þetta verk, og væri vonandi, að hann gæti haldið áfram að miðla af þemi mikla t'róðleik, sem hann hefir saman dregið einmitt um þessa tíma. Bókin er prýdd fjölda ágætra mynda, bæði af biskupum og ýms- um stöðuin og húsum, og eru margar þeirra dregnar af hiskupi sjálfum, sem er þaulvanur og leikinn dráttlistarmaður og málari. Hefir hann með ýmsum þeim myndum, sem liann hefir gert, aukið mjög þekkingu á sögunni við htið liins skrifaða orðs. Att er þetta höfundi lii hins mesta sóma, og þá um leið kirkjunni og fræði- mensku landsmanna til heiðurs. M. J. Benjamín Kristjánsson: Kristindómur og kommúnismi. Akur- eyri 1936. Bók þessi er sex ræður og ritgerðir, sem höfundur hefir samið, síðan hann varð prestur: 1. Jesús grælur yfir Jerúsalem. 2. Guðsríkið. Kirkjan og kommúnisminn. 3. Ivirkjan og árásarlið hennar. 4. Kommúnismi og kristindómur. 5. Guofræði Alþýðubókarinnar. 6. Rauðir pennar. Allar lýsa þær því vel, hvernig afstaða höf. til kommúnismans skýrist og mótast, þótt ekki sé altaf horft frá sama sjónarmiði. Hann vegur rök með og móti og leitast við af fremsta megni hlutdrægnislaust og hleypidómalaust að gjöra upp reikninginn milli kristindóms og kommúnisma. Og honum tekst það þannig, að lesendur liljóta að dást að rökfimi hans og skarpleika í hugs- un. Auk þess er stíll hans svo sérkennilegur og þróttmikill, að ánægja er að lesa. Ef til vill hefir liöf. orðið nokkuð hvassyrtari sumstaðar fyrir óskynsamlegar og frekjufullar árásir kommún- ista á kirkjuna hér á landi, en ]iað er þó eínn höfuðkostur bók- arinnar, live góðlátlega hann tekur þeim og bendir á barnaskap- inn i firrum þeirra. Þrátt fyrir úrelta heimsskoðun þeirra, mis- skilning á manneðlinu og trú á það, að misrétti verði útrýmt með hatri og blóðsúthellingum, viðurkennir hann margt gott og fagurt, sem fyrir þeim vakir. En það eiga kommúnistar þvi að þakka, að þeir hafa alist upp við áhrif kristinnar trúar á guðsríki og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.