Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 19
Kirkjuritið. KIRKJUDAGUR. Tiltölulega skömmu eftir að kristni var hér lögtekin, og lengi fram eftir var haldinn hátíðlegur kirkjudagur. I kirkjuvígslubréfi flestra kirkna mun þessi dagur hafa verið ákveðinn, en eklci ávalt á sama tíma. Kirkjudagur- inn var haldinn með mikilli viðhöfn. Hefir markmiðið aðallega verið það, að efla og viðhalda ást og umhyggju safnaðarins fyrir kirkju sinni. Á þessum degi liafa menn offrað kirkju sinni dýrmætum gripum eða fjár- munum, til skreytingar, eða til endurbyggingar safnað- arkirkjunnar. Sennilega hafa og margir gefið til minn- ingar um látna vini eða vandamenn, þar sem kirkju- dagurinn var haldinn á Allra heilagra messu. — Þá voru kirkjunum tíðum gefnar eignir eða fjármunir í sérstöku augnamiði, eins og gömul skjöl sanna, t. d. til að ala önn fyrir þurfamönnum, eða til að annast sjúka, til að byggja eða viðhalda brúm yfir ár, eða til að láta ljós lifa í gluggun til leiðbeiningar sjófarendum eða langferðamönnum. Er mjög sennilegt, að margar slíkar gjafir hafi einmitt verið tengdar við kirkjudaginn. Alt þetta ber fagurt vitni um áhuga fólks og næman skilning á verkefni kirkjunnar og starfi í þágu almenn- ings. Enda er það og á að verða meginhugsjón kirkj- UUnar á öllum öldum: Að vera samfélag allra. Það verð- ur þvi varl dregið í efa, að íslenzka fornkirkjan hefir nieðal annars vegna kirkjudagsins eignast mikið af hin- um dýru gripum sínum. Hafa þeir, eins og nærri má geta, átt drjúgan þátt í því að auka á fegurð kirkjuhús- anna, og treysta umhyggju sóknarmanna fyrir þeim. Enda sýnist það hafa verið meginþáttur og markmið kirkjudagsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.