Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 31
Kírkjuritið. Um hvað ertu að hugsa. 381 hann því með einu orði: „Trúarþörfin". Ég fann, að nu þurfti ég að spyrja að svo mörgu til þess að hafa gagn af þessu svari, en aðstæður leyfðu það ekki, svo að ég var einn eftir með minar hugsanir, er snerust mjög um hugtakið „trúarþörf“. Til hvers er hún? Mig fýsti mjög að komast að einhverri niður- stöðu. Ég hugsaði mér hana á þessa leið: Eins og hver lifandi efnislíkami leitar, jafnvel ósjálfrátt, þess, er hann þarf sér tii lífs og viðhalds og sækir það svo fast, að hann jafnvel breytir lögun sinni til þess að eiga fremur kost á að ná því, sem þörf- in krefur, eins leitar mannsandinn, sem er lilill neisti af al- heimssálinni og örlítil ögn af alheimsheildinni, þess, sem hann þarfnast og honum samkvæmt eðli sinu er samboðið. Af þvi mannsandinn er æðra eðlis, leitar hann að því góða, því bezta sem til er. Hann leitar að ljósi, sem ekkert skyggir á. Að gleði, sem engin sorg særir. Að friði, sem ekkert fær raskað. Að sann- leika, sem örugt má treysta. Að réttlæti, sem er óbrigðult. Að mætti, sem ekki þarf að lúta neinu valdi. Að valdi, sem ekki er hægt að skerða. Að lífi, sem ekki getur dáið. Að kærleika, sem ekkert fær staðist á móti, vegua þess alheimsmáttar, sem hann í sjálfu sér er. Að sivarandi alsælu. Að fullkomnun alls þess, sem er gott. í öllu þessu og mörgu fleiru virðist mér trúarþörf manns- andans fólgin. En þessi leit, framkomin fyrir knýjandi þörf,sannar mér, meðal annars, að það, sem leitað er að, er til. Því það er ekki sjálfu sér samkvæmt, að mannsandinn liafi frá upphafi vega sinna þörf fyrir nokkuð, sem ekki er til. Þess vegna trúi ég því, að Guð sé til og að ég muni finna hann, annaðhvort hér, eða i öðru, að ég vona, fullkomnara lífi. Stundum hugsa ég um, hvað ýms orð og setningar hafa mis- munandi áhrif, oft eftir því, hvernig þau eru sögð. Það eru ekki ætíð stóru orðin, sem hafa sterkust eða bezt áhrif. Það eru oft öllu fremur létt og látlaus orð. Tökum sem dæmi fögru orðin: „í Guðs friði“. Stundum hefir fylt hug minn, hve mikið felst í þess- um orðum. Við vitum vel, að það er mikils virði, og oft meir en við vitum i svipinn, að fá góðar óskir, en hversu miklu meira er það ekki, að vera óskað góðs og gefið það um leið. Mér verður hugsað til þeirra manna, og ég vildi geta orðið þeirrar sælutil- finningar aðnjótandi, sem þeir hljóta að liafa orðið, er hlustuðu á Krist, er hann sagði. „Friður sé með yður. Minn frið gef ég yð- ur“. Hann óskaði og gaf um leið Guðs frið. Allir vilja öðlast hann, og til þess munu vera farnar margar leiðir. Ég hefi reynt að hugsa mér leið, sem liggi i áttina að því takmarki, að öðlast Guðs frið. Ég hugsa mér, meðal annars, að maður verði að fá fyrirgefningu allra, sem maður hefir brotið eitthvað á móti. En

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.