Kirkjuritið - 01.11.1936, Side 36
386
Erlendar bækur.
Kirkjuritið.
meistara Jóni sambærilegan minnisvarða. Eru jafnframt færð víð-
tæk rök fyrir því, að þjóoin standi í óbættri þakkarskuld við
hinn mikla prédikara og þjóðarleiðtoga. — Þriðji kaflinn nefnist
„Klaustrið". Lýsir höf. þar hugmynd sinni um það, með hverj-
um hætti Jóni Vídalín skuli reistur minnisvarði, sambærilegur
þeim, sem ákveðnir hafa verið Hallgrími og Mattliíasi, en þó
þeim mun stórmannlegri og hagnýtari i þarfir hinnar lifandi
kirkju þjóðar vorrar, sem hún sjálf er að verða huguinstærri og
raunsærri, einmitt þessi árin viÖ vaxandi þekkingu á sjálfri sér,
köllun sinni og þörf þjóðarinnar. Er sú lillaga höfundar, að á
þeim stað, sem Jón Vídalín var einna nánast tengdur og hefir
auk þess ágæta raunliæfa kosti, sé komið upp hæli fyrir starf-
andi presta, þar sem þeir dvelji ársfjórðung 10—12 saman, 3.—5.
hvert ár, og sé klaustrið — en svo nefnir höf. stofnun þessa —
þannig slarfandi 9 mánuði á ári. í klaustrinu eiga prestarnir að
hafa ókeypis vist, og er þeim ætlað að endurnýjast þar til starfs-
ins við livíld, nám og samveru. Væntir liöfundur þess, að við
þetta náist jafnframt meiri lieild og máttur i starf prestastétt-
arinnar; í einu orði sagt: Með þessu verði unnið miklu betur en
annars úr möguleikmn þeim til sannra menningaráhrifa, sein
þjóðin eigi bezta, þar sem er kirkjan og starfsmannalið hennar.
— Fjórði kafli: „Staðurinn". Lýsir liöf. þar kostum Garða á
Álftanesi og gjörir m. a. samanburð á þeim og Skálholti með til-
Jiti til væntanlegs Vídalínsklausturs. Undirritaður, sem hefir ver-
ið í samvinnu við liöf. um hugmynd þessa í tvö ár áður en hún
var gjörð heyrinkunn, getur vottað, eftir ferð að Görðum með
Iiöf., að hann er sammála honum um fegurðina þar og alt annað,
sem liann segir í ritgerð sinni. — Fimti kafli: „Fjáröflun“. Er
þar bent á nokkurar leiðir til fjáröflunar og lýst, hvers við myndi
þurfa. Og að lokum snjöll hvatningarorð.
Ritgerðin er af öllum viðurkend að vera skemtilega skrifuð og
bera vitni um mikla þjóðrækni og sterkt traust á kirkju og krist-
indómi.
Þjóðræknir menn! Kirkjuvinir! Kynnið yður þessa ritgerð.
Björn O. Björnsson.
ERLENDAR BÆKUR
sendar til umsagnar.
Gustaf Aulén: Kristendomen och Kulturkrisen (Kristindómurinn
og þrengingar menningarinnar). Stokkhólmi 1936. Svenska kyrk-
ans diakonistyrelses bokförlag.