Kirkjuritið - 01.11.1936, Qupperneq 32
íslenzkar bækur.
Kirk.juritið.
382
til þess þarf maður að kannast við sínar eigin yfirsjónir og biðja
um uppgjöf saka hvern, sem i hlut á. Það er engin niðurlæging i
því að kannast við brot sín og biðja afsökunar á þeim. En niður-
læging er í því fólgin, að vilja ekki kannast við bresti sína. Með
því að það stendur í vegi fyrir öðru sem nauðsynlegt er til að fá
fyrirgefningu. Ég þarf fyrst að fyrirgefa af öllum liuga það, sem
kynni að hafa verið brotið móti mér. Þá, en ekki fyr, get ég bú-
ist við fyrirgefningu. Og fyr en þetta er skeð, og ég er orðinn
sáttur við alt og alla, get ég ekki búist við að finna nálægð Guðs-
friðarins.
Vitnisburð um áhrif og gildi fyrirgefningarinnar höfum við i
frásögum um það, er Kristur læknaði sjúka. Enginn hefir
nokkru sinni læknað eins og hann. Kristur, liið fullkomna tákn
kærleikans, lét sér ekki nægja að lækna likamlegu meinin. Hann
læknaði líka hin andlegu mein mannanna. Hann sagði þeim til
synda sinna, en hann gaf þeim frið i sálu sína með vissunni
um friðinn við Guð — fyrirgefningunni. — Og þeir voru margir,
sem heldur liðu pyntingar og píslardauða heldur en láta af trú
sinni og vissu um þá náð, er þeir höfðu öðlast í fyrirgefningunni.
Þeir vildu ekki selja sálarfriðinn, Guðs-friðinn, fyrir stundar-
liagnað. Þeir létu lieldur lífið, svo mikils virði var hann þeim.
og svo mikils virði er hann enn í dag.
Að endingu vil ég óska þess og vona, að ekki líði nema sem
styztur tími þangað til mannkynið er komið á það þroskastig,
að hver einstaklingur leggi svo mikla rækt við Guðs-eðlið í sjálf-
um sér, að öllum auðnist sá unaður, að lifa og deyja í Guðs friði.
Guðmundur H. Jakobsson.
ÍSLENZKAR BÆKUR
sendar til umsagnar.
Hannes Finnsson, biskup í Skúlholti, eftir Jón Helgason, dr.
theol. biskup. Rvík 1936.
Eins og lesendum Kirkjuritsins er kunnugt, varð biskupinn
sjötugur á síðastliðnu vori. Hefir hann þá náð þeim aldri, þar sem
lög gera ráð fyrir, að menn séu orðnir svo hrumir og af sér gengn-
ir, að þeir verði að víkja úr sessi, ef þeir eru embættismenn eða
starfsmenn ríkisins. En úr þessu hcfir þó ekki orðið, að biskup
færi úr embætti. Enda eru ekki á honum ellimörkin. Eitthvert
allra skýrasta tákn þcssa er þó það, að hann sendir nú frá sér ár
eftir ár stórmerkileg vísindarit um sögu íslands, og eru jafnan
hinar síðustu bækur merkastar.