Kirkjuritið - 01.11.1936, Síða 24
Kirk.iuritið.
HEIMSÓKN PRÓF. HALLESBY.
Eins og flestum eða öllum lesendum Kirkjuritsins er
vafalaust kunnugt, kom hingað í siðastliðnum mánuði
prófessor 0. Hallesby, frá Safnaðarliáskólanum (Menig-
hedsfakultelet) í Osló. Með honum voru 6 háskólamenn,
einn kandidat í guðfræði, tveir guðfræðistúdentar og
þrír læknisfræðistúdentar. Var aðaltilgangur með för
þessari sá, að endurreisa og efla hér deild i alþjóðafé-
lagsskap kristilegu stúdentahreyfingarinnar. En auk
þess flutti prófessor Hallesby 6 háskólafyrirlestra og
fjölda prédikana og erinda bæði i kirkjum, skólum og
samkomuhúsum, og mun hann hafa flutt yfir 20 erindi
á þeim hálfsmánaðartíma, sem hann dvaldi hér, auk þess
sem hann hefir vafalaust flutt stuttar ræður miklu fleiri,
og má það heita mikið starf.
Prófessor Hallesby hefir verið allfyrirferðarmikill i
norsku kirkjulífi á undanförnum áratugum. Hefir þar
staðið um hann bæði styrr og líf. Hann hefir orsakað
klofning og komið af stað vakningum, eins og tílt er
um „sterka“ menn alstaðar og á öllum tímum. Ekki var
heldur laust við, er hans var von hingað, að nokkur ugg-
ur væri í sumum og óróleiki yfir því, að eitthvað mis-
jafnt kynni að hljótast af komu hans. Annars hefir það
nú öllu heldur þótt einkenna íslendinga, að þeir tækju
hverskonar boðskap með hugarró, og hefir jafnvel þótt
kenna tómlætis hjá þeim í þessum málum, svo að skað-
laust mætti heita, þó að einhver stormsveipur færi yfir
okkar andlega líf. *
Allur ótti við hættulegar afleiðingar af komu próf.