Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 28
378 Kirkjulegir fundir. Kirk.juritið. Konráðsson frá Sauðárkróki prédikaði, en sóknarpresturinn, séra Friðrik Rafnar, þjónaði fyrir altari. Fundarhöldin fóru fram í samkomuhúsinu Zíon, og tóku þátt í þeim 16 prestar og prófastar og 21 fulltrúi frá'norðlenzkum söfn- uðum. Ennfremur sátu fundinn aitaf nokkurir áheyrendur. Aðalmál kirkjufundarins var: Prestakallamálið og kirkjusókn. Framsögu höfðu séra Friðrik Ptafnar i prestakallamálinu og séra Óskar Þorláksson um kirkjusókn. Að erindum þeirra loknum var skipuð 7 manna nefnd til athugunar prestakallamálinu. Nefndin lagði það til, að haldnir yrðu í haust fundir í hverri sókn hins forna Hólastiftis, til þess að ræða prestakallamálið og kjósa full- trúa á hjeraðsfund fyrir livert prófastsdæmi. En á slíkum liér- aðsfundi skyldu kosnir fulltrúar til sameiginlegs fundar fyrir Hólastifti. Á þeim grundvelli var svo samþykt í einu hljóði jjessi lillaga frá séra Hermanni Hjartarsyni: ,,Fundurinn beinir þeirri ósk til þings og stjórnar, að afgreiða engin lög um fækkun presta, né heldur brcgting á skipun presta- kalla, fyr en kannað hefir verið til lilítar, hver er vilji fólksins sjálfs i þessum efnum. En sérstöku bréfi til þings og stjórnar munu prestar Norðlcmlingafjórðungs gjöra grein fyrir því, hvernig þeir hugsa sér aff afla sem itarlegastra upplýsinga un: vilja og afstöðu fólksins til þessa máls“. Séra Óskar Þorláksson bar fram svohljóðandi tillögu, er einn- ig var samþykt: „Kirkjufundur Norðlendingafjórðungs álítur mjög æskilegt, að prestar gjöri sem nákvæmastar atliuganir á kirkjusókn í presta- köllum sínum, og láli niðurstöður af þeim athugunum fylgja em- bættisskýrslum sínum til kirkjustjórnarinnar“. Af öðrum samþyktum má einkum nefna þessar: „Fundurinn skorar á presta, kennara og ungmennafélagsfor- menn, að styrkja bindindisstarfsemi innaii Hólastiftis a) með því að stofna til bindindissamtaka innan skólanna og fá sem flest ungmennafélög til þess að taka bindindisheitið inn á stefnuskrá sina, b) með þvi að beita sér fyrir, að æska og skólalýður fái sem víðtækasta þekkingu á skaðsemi alkólióls og tóbaksnautnar, c) með þvi að gangast fyrir hverskonar opinberri fræðslu, sem snúið geti liuga alþjóðar sem fastast að hugsjón bindindisstarfseminnar og ágæti hennar til þroskunar manngöfgi og hollra lífsvenja.“ „Kirkjufundur Norðlendingafjórðungs vítir þá ráðstöfun, að takmarkalaus innflutningur og sala skuli vera á áfengi, þegar til- finnanlegur skortur er á ýmsum nauðsynjum vegna gjaldeyris- vöntunar. og skorar á ríkisstjórnina að takmarka áfengis- og ó-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.