Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Síða 15

Kirkjuritið - 01.11.1936, Síða 15
Kirkjuritið. Píslarvætli Péturs og Páls postula. 365 um. Þar lét Maríus svelta Júgurtu i hel. Þar beið Ver- cingetorix Gallaforinginn bana. Og þar var Simon Bar- Jónas kyrktur, sá er varði Jerúsalem lengst árið 70. Geigvænleg þögn grúfir vfir þessari dimmu gröf, og það er eins og fúlt loftið sé blandið skelfingum. Hugur- inn bopar undan skuggunum, sem stíga fram, og vill úl, í sólskinið, eða inn i einhverja af kirkjum borgarinnar. Dýrlegir helgidómar líða fvrir innri augu og þau mæna þangað. En er þessi ógnum þrungni staður ekki einnig helg'idómur, þólt bann ldjóti að greypast einn sér í minningunni? Hér var fvrsti áfanginn á píslarferli Si- inonar Péturs með drotni sínum. „Herra“, hafði bann sagt forðum „með þér er ég' reiðubúinn að fara bæði i fangelsi og dauða“. Nú stóð hann við þau orð. Hvílíkt bænarmál og bve brennheit tár hafa snortið þessa köldu steina. Hann befir ekki framar hrokkið upp af svefni við ásökunina: Símon, sefur þú. Hann gat svarað bug- rór spurningunni: Elskar þú mig? „Herra, þú þekkir alt, þú veizt, að ég elska þig“. Það leið óðum að því, að spá- dómsorð Jesú við bann tækju að rætast: „Sannlega, sannlega segi ég þér: Þegar þú varst ungur, gyrtir þú þig og geksl bvert sem þú vildir; en er þú eldist, muntu útbreiða hendur ]iínar, og annar mun gyrða þig og fara með þig þangað, sem ]iú vilt ekki“. Krossinn beið hans. VI. Liflátsdagur þeirra postulanna, eða hinn nýi fæðingar- dagur, eins og sag't var oft um píslarvotta, mun bafa verið hinn sami, 29. júní árið 67. Að því hníga tvenn rök. í fyrsta lagi þau, að órofaþættir tengja saman nöfn þessara postula, sterkari og traustari en annara i kristni- sögunni. Og þó störfuðu þeir bvor á sínu sviði að kristniboðinu, Pétur meðal Gyðinga og Páll heiðingja. Þeir eru aðeins síðast nánir samverkamenn í Róm nokk- ura mánuði. Það eitt hefði ekki nægt til þess að binda þá i slíkt bræðralag i hugum kristninnar, einstætt og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.