Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Side 29

Kirkjuritið - 01.11.1936, Side 29
Kirkjuritið. Um hvað ertu að liugsa. 379 harfa-innflutning í samrænii við það. sem innflutningshöftunum er harðast beitt gegn“. Séra Þorgrímur Sigurðsson flutti fyrir fjölmenni erindi, er hann nefndi: Um ríki, skóla og kirkju. UM HVAÐ ERTU AÐ HUGSA? Þannig spyr oft einn annan. Svarið er oftast þetta: Það er nú svo sem ekki neitt. En þetta „svo sem ekki neitt“ er þó æfinlega eitthvað. Ég hefi líka verið spurður að þessu, og einmitt svarað eins og aðrir, og svo búið talið um það. En nú hefi ég ætlað mér að láta ykkur heyra örlítið brot af hugsunum mínum. Stundum er ég að hugsa um, hvað mér finst heimurinn vondur. Mér virðist bera svo mikið á eigingirni, öfund, hatri og hefni- girni. Ég þarf ekki að fara langt eftir dæmum. Ég þarf ekki ann- að en taka eina ögn af heiminum, það er sjálfan mig. Ég hefi svo vel fundið, hvernig ég, með andúð minni og illum hugsunum gagn- vart öðrum, hefi skemt fyrir þeim, máske óútreiknanlega mikið, og eyðilagt fyrir sjálfum mér marga dýrmæta stund frá því að hugsa um svo margt þarflegt, uppbyggilegt og fagurt, sem nóg er til af, bara ef maður aðeins reynir að koma auga á það og beita huganum að því. Og hver eru svo launin? Líður mér þá nokkuð betur, þótt ég gæti á einlivern hátt svalað eigingirni minni? Jú. nokkur augnablik. En sé ég i rauninni hugsandi vera, þá er slíkt ekki lengi að hefna sin, og bezt er það, að ranglætið hefni sin sjálft á orsökinni. Að öfunda, já, það er nú hægt að hugsa sem svo, að það sé bara meinlaus samanburður, hjá mér og öðrum. en skamt er oft öfganna á milli. Leggi ég hugann til muna í það. að finna þennan mismun, liður varla langt um, þar til ég fer að auka hann, og áður en ég veit af, er hann orðinn svo ranglátur. að hugur minn nálgast aðra stefnu, og hún er sú, að mér verður miður vel við þann og liina, er ég ber mig saman við, en ekki veitir slíkt neina vellíðan, síður en svo. En það er næstum eins og sjálfsagt, að menn séu öfundaðir, ef dæma skal eftir gamla málshættinum: „Aumur er öfundlaus maður“. Mér virðist ekkert á móti þvi, að sá, sem öfundar, fái annan málshátt, á móti hinum. og vil ég hafa hann svona: „Oft liður illa öfundarseggnum“. Ég get af skiljanlegum ástæðum borið um, að hann væri ekki mjög rangur.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.