Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 37
Kirkjuritið. Erleiidar bækur. 387 Þetta er aSeins lítið kver, bygt að þvi er liöf. segir á nokkurum fyrirlestrum, er hann hafði haldið árið áður. Ástæðuna fyrir lit- gáfu kversins segir höf. í formála vera blaðaskrif, er spunnust úl af hinum svonefndu .,biskupa-ályktunum“, sem „Dagens Nyheter“ hafði gengist fyrir að fá fram og birta. Þessar „ályktanir" snertu m. a. vandamálið, sem ris, þegar gjörð- ur er samanburður á kristindóminum að einu leytinu og þreng- ingum nútimamenningarinnar að hinu. Inn i blaðaskrif um þessar „ályktanir" hafði spunnist ýmiss misskilningur, og það er til þess að skýra línurnar og leiðrétta allan misskilning, sem höf. gefur út þetta kver. Eins og titill bókarinnar ber með sér, er hér seiíst inn í sjálf- an grunntón nútímalífsins. Mottó bókarinnar gæti verið það sama og stóð yfir dyrum hofsins i Delfi: Þektu sjálfan þig. —- Það er gjörð tilraun til fordildarlaust að setja sig andspænis hlutunum; að greina hina instu þræð'i og gjöra það upp, hvernig sé komið hinni gagnkvæmu ábyrgð jjessara tveggja aðila: Kristindómsins og nútímamenningarinnar. Þessi bók svarar í fylsta máta öllum kröfum um hispursleysi og einlægni, hún er skrifuð af djúpri þekking á því. sem um ræðir, — og oss er það engu síður gróði að gjöra oss grein fyrir þessum vandamálum en frændum vorum Svium. Garðar Svavarsson. Sama forlag hefir einnig sent Kirkjuritinu þessar bækur: Per Pehrson: Kampen om Kyrkan (skýrsla um aðalfund Prestafélagsins sænska 1935). J. A. Eklund: Napoleon. Realisten in den andliga verkligheten. Algat Anderberg: Fralsningens vag. Gustaf Lindberg: Nattvarden. Dansk Kirkeliv medens Tiderne skifter. Ritstjóri Johs. Norden- toft prófastur. Gads Forlag 1936. Ritið er að þessu sinni að allmiklu leyti helgað 4 alda siða- skiftaafmælinu i Danmörku. Það hefst á fögrum sálmi, „Kirke- fornyelse“ eftir ritstjórann og taka svo við ritgerðir um siða- skiftin. Hin veigamesta af þeim er eftir Valdemar Ammundsen biskup og nefnir hann hana: Da Luthers Broderskab blev over- sat til Dansk. Önnur höfuðgrein í ritinu er um kristindóminn og kynferðislífið, eftir ritstjórann. Hann skrifar einnig um helztu kirkjulega viðburði, er gjörst hafa í Danmörku á árinu, og minn- ist þá fyrst og fremst Oxfordhreýfingarinnar. Þá eru í ritinu eftirmæli eftir látna merkismenn dönsku kirkjunnar, m. a. J. P. Bang prófessor í guðfræði. Til ritsins er i alla staði vel vandað. Á. G.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.