Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.11.1936, Blaðsíða 40
390 Erlendar fréttir. Kirk.juritif. útflutningar á fólki, hin fjárhagslegu vandræði, og villukenningin um yfirburði vissrá kynþátta voru ræddþarmeðal annars viðfangs- efna nútímamenningarinnar. — „Frá trúarlegu sjónarmiði“, segir eitt enskt blað, „var þetta vísindamannaþing ákaflega merkilegt“. Forseti þingsins, sir Josiah Stamp, mintist á |iá villutrú, að of mikið væri í heiminum af vísindum, þar væri miklu fremur á- stæða til að hrópa: „Meiri vísindi, meiri vísindi". En á sama tíma væri hinum vísindalega heimi óhætt að hrópa: „Meira trú- arlíf, meira trúarlíf". Það hafði verið sjáleg og eftirtektarverð skrúðganga, er vís- indamennirnir gengu til kirkju, hver i sinni doktorskápu, lil þess að taka þátt i sérstakri guðsþjónustu i tilefni af þinginu. A þinginu flutti sir Daniel Hall erindi um „vísindi og félags- legt skipulag“, og krafðist þess, að visindalegri aðferðum yrði beitt við uppeldis og menta-mál, til þess að uppræta hina fölsku hollustu og undirgefni, sem stjórnmálamenn notfæra sér lil þess að brjötast lil óheppilegra yfirráða. Hann benti einnig á, hvernig hið óheppilega fyrirkomulag er bygt upp lið fyrir lið. Við sérstaka guðsþjónustu prédikaði dr. .1. A. Hutton fyrir fullu húsi af fulltrúum og öðrum gestum, og sagði þá þetta meðal ann- ars: „Vér tölum um öld frelsisins. — Látið yður ekki detta i hug að trúa slíku tali. Ekkert er mönnum fjær skapi en frelsi. Þetta er öld hóplífsins. Menn hugsa í hópum og hreyfast í hóp- um. Það er múgsálin, sem forystuna hefir. Straumurinn stefnir aftur í gömlu skjólin, sem feður vorir hefðu skammast sín fyrir að flýja í“. Það er ekki annað sjáanlegt, en að hinir þroskuðustu andar þjóð- anna, vísindamenn og heimsfrægir rithöfundar sjái og skilji, að hin óheppilega mannadýrkun, sem kveikir hatur, stríð og skelf- ingar, stafi af því, að himinn manna sé hruninn. Of lítið Guðs- hyggja, of lítil Guðstrú, of lítil Guðstilbeiðsla. — Það er gamla sagan á ný, að þegar menn ekki tilbiðja skaparann, þá tilbiðja þeir skepnuna — tilbiðja menn og afrek þeirra. Menn eru upp hafnir lil skýjanna og draga heilar þjóðir til sín. Kristur sagði: „Þegar eg verð hafinn upp, mun eg draga alla til min“. — Hvað segir Jesús við þá, sem hann dregur til sin? Hann segir: „Sliðra sverð þitt“. Hvað segir Hitler við þá, sem hann dregur til sin: „fíreqð sverði þínu“. — Æf þig við vopnið, það kemur að því. að þú þarft að nota það vel. — Hvað segir Mussolini við þá, sem hann dregur til sin: „Bregð sverði þinn“. — Bú þig í strið, jafn- vel börnin verða að vera með. — Öyðingar vildu gjöra Krist að konungi, hafa hann fyrir sig, fá hann til að berja duglega á Róm- verjum, fara með þá eins og Þjóðverjar hafa nú farið með Gyð-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.