Kirkjuritið - 01.01.1937, Side 9
Kirkjuritið.
Undan jöklinum.
3
til varnar gegn ódygðum, heldur reynt að stæla margt,
sem sizt skyldi, ofbeldi og andhælishátt, en minna hirt
um það, er gott má af þeim læra. Kristindómurinn er
óvirtur, eins og vandræðaástand veraklarinnar sé hon-
um að kenna, en ekki kristindómss/ior/mum, kærleiks-
skortinum, og kirkja Islands sökuð um auðvaldsþjón-
ustu og talin engan tilverurétt eiga. Léttúð og lausung
vex —.
En hvar skal staðar nema i þessari lýsingu á dauða-
öflunum, er drepa þjóðlíf vort í dróma?
Nýársgleði vekur hún ekki.
En nýársvarnað.
Vonzka landsins verður að fá sinn þunga dóm í aug'-
um vor allra. Vér þurfum að sjá gráan skriðjökulinn
— Hel glottandi yfir oss.
Nú þegar lieyrast raddir hróiia:
„Gefið loft, gefið loft, gefið lífsandaloft,
þvi ég lifi‘ ekki i rotnandi gröf“.
En vér skulum ekki æðrast. Sálmurinn, sem sunginn
var undir jöklinum, á einnig að vera nýárssálmur vor:
A hendur fel þú honum.
íslenzka þjóðin er afhragðsvel gefin andlega og lík-
amlega, djörf og þrautseig. Hún mun ekki farast sakir
skorts á vitsmunum, eins og spakur maður sagði nýlega.
Annað yrði henni fremur að fjörlesti. Lífsbaráttan og
hætturnar hafa brýnt kjark hennar í aldir. Hún leitar
hjargráða meðan hún má, gefst ekki upp fvr en í fulla
hnéfa.
Móðirin liefir einnig fengið henni góðan heimanbúnað.
Kvnslóð af kvnslóð á móðurinni að þakka þann yl, sem
heitast vermir. Hún hlés oss í brjóst kærleika til þess,
sem fagurt er, satt og gott, vakti og glæddi trúna á Guð
og kendi bænamálið. Þótt vér eigum sök á því, hvernig
komið er, þá viljum vér enn inst í hjarta það, sem vér
lærðum þá. Jafnvel þeir, sem æsast mest gegn kristinni
trú, finna, að þeir spyrna gegn broddunum i eigin sál.
1*