Kirkjuritið - 01.01.1937, Page 23

Kirkjuritið - 01.01.1937, Page 23
Kirkjuritið. Sjálfstæði íslenzku kirkjunnar. 17 eins og aðrir hlutir, en margir telja það engu að síður jafn víst, af því að það er i svo fullkomnu samræmi við sálarlífið. Þess er nú vitanlega enginn kostur, og ekki heldur ætlunin, að fara út í þetta mikla viðfangsefni hér, og ég læt mér því nægja, að drepa á tvær spurn- ingar. Efnishyggjan kennir, að það eitt sé veruleiki, sem er áþreifanlegt, þ. e. a. s. sem vér getum orðið vísari með skilningarvitum vorum. Ef svo er, ef ekkert mark er á því takandi út af fvrir sig, að trúin, eins og allar hugsjónir og öll sannfæring yfirleitt, er til orðin og lifir vegna þess, að hún er í samræmi við sálareðli og sálar- líf manna og' sprottin og vaxin upp úr því, eins og þær, liver er þá liinn trausti grundvöllur undir lifsskoðun trúleysingjanna og livernig rökstyðja þeir þá siðferðis- hugsjónir sínar? Þessum og þvílíkum spurningum verða þeir að svara. Með aukinni reynslu og þekkingu hefir sú sannfæring min slyrkst betur og betur, að rök trúar- innar eru öflugri en rök trúleysisins.1 Málstaður trúar- innar er góður, og þess er enginn þörf, að starfsmenn liennar og játendur eigi svipaða aðstöðu og; maður, sem er að verja vafasaman málstað. Það verður nú skvlda þeirra, gagnvart kirkjunni, að snúast gegn boðberum trúleysisins, ganga á þá um rökin, ráðast á veilurnar í kenningu þeirra og sýna fram á hið neikvæða gildisleysi trúleysisins. Kirkja vor á þannig, eins og sýnt iiefir verið, við ýmsa örðugleika að stríða, og þeir hafa nokkuð til síns máls, sem tala um hnignun i kirkjulífinu. Því miður hefir rík- ið, löggjöfin, einnig stutt að þessu fvr og síðar. Presta- stéttinni hefir verið þokað lil hliðar og hún setl hjá rétt- mætri þátttöku í andlegum málum, og þá einkum að þvi er kemur til undirbúnings og fræðslu barna og unglinga, en með því liafa áhrifin á hina uppvaxandi kynslóð ver- 1) Ég tek það fram, að ég á ekki við þru rök, sem spiritism- inn tehir sig hafa fyrir trúarsannindunum. 2*

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.