Kirkjuritið - 01.10.1939, Page 4

Kirkjuritið - 01.10.1939, Page 4
290 Ásmundur Guðmundsson: Október. það, sem helzt er unt að læra af þessum hörmungatím- um, þegar mannkynið er eins og týndi sonurinn langt að heiman frá föður sínum, rammvilt við draf svínanna. Þar var það þó, sem hann rankaði við sér — „kom til sjálfs sín“, eins og ])að er orðað í dæmisögunni. Öflin, sem lirundu stríðinu af slað, búa einnig oss i brjósti. Eins og talið er að hafið og hreyfingar þess endurspeglist i einum dropa, þannig hirtist lif mannkynsins í lífi ein- staklingsins. Smáheimurinn þar er í mynd og líkingu stóra lieimsins. Innra fyrir í sálum vorum er einnig háð stríð, viltar og spiltar livatir berjast gegn því, sem göfugast er og hezt. „Ólmir hundar geyja í kjallara hússins“, eins og skáld eitt sagði, „þeir rífa í hlekkina, búnir þess að shta þá“. Með kinnroða hljótúm vér að kannast við ægivald sjálfselskunnar hjá oss i ótal myndum, valdið, sem æsii' stríðsliugsjónina i lífi miljónanna öld eftir öld, valdið, sem negldi Jesú á kross. Ilið sama sjáum vér i lifi þjóð- ar vorrar á liðnum árum. Að sönnu höfum vér átt að fagna á þessu bhðá og bjarta sumri meira friði og sani- stiltari tökum til þjóðarheilla heldur en áður um langa hrið, en mörg ár fram áð þvi hefir þjóðmálabarátta vor verið ofurlítil smámynd al' því, sem verið hefir að gerast og enn er að gerast í heiminum umhverfis oss. Vér höf- um því litlu meiri rétt en Pilatus forðum til þess að þv0 oss um hendurnar og segja: Sýkn erum vér af þessu blóði. Þetta nnm sjálfsprófun leiða i Ijós, sé einlægni v'i>' höfð og ekki hirt um að fegra neitt, heldur sjá það eins og það er. Þegar týndi sonurinn kom til sjálfs sin, sagði hann: Efí vil laka mig upp og fara til föður míns. Og hann hélt heim. Þannig skyldi oss einnig fara. Stríðstímarnir eiga jafnframt að verða oss tímar afturhvarfs — afturhvarls til Irúar á Krist. Þvi að kristindómsskortur veldur einn öllu hölvi. Boð Krists eru skýr og einföld: „Þú skall elska drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu. Þú skalt elska na- unga þinn eins og sjálfan þig“. „Ef þú ert að bera gáf11

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.