Kirkjuritið - 01.10.1939, Page 8

Kirkjuritið - 01.10.1939, Page 8
Október. Trúarbragðafræðslan í skólum. Þættir úr erindi á fundi barnakennara. I. Fyrst vil ég minnast á það, með livaða rétti kristin- fræði eru kend í skólum. Þær raddir heyrast stund- um, að sú námsgrein sé úrelt orðin og falli illa við aðrar námsgreinir og því þurfi að losna við hana hið Jjráðasta. Þær raddir koma úr tveimur áttum. Frá kristn- um mönnum, sem lialda því fram, að kristindómurinn sé líf og verði ekki kendur, heldur hljóti að híða tjón við það, að krafisl sé þekkingar á lionum með sama hætti t. d. sem í sögu og landafræði. Og ókristnir menn leggja áherzlu á það, að kristindómurinn sé persónuleg lífs- skoðun, sem aðeins nokkur hluti manna geti fallist á, og því ástæðulaust að uppfræða öll börn i honum. Þessum öllum vil ég svara því, að kristindómsfræðslan eigi að lialdast í skólum af kirkjulegum, kristilegum, upp- eldislegum og menningarlegum ástæðum. Kirkjulegu rökin eru þau, að allur þorri barnanna er skírður, og þar af leiðandi er þörf á kristindómsfræðslu i skólunum, því að skírnin krefst þess að sjálfsögðu, að ijörnin fái síðar vitneskju um þá trú, sem þau eru skírð til. Og tryggingin fyrir því er kristindómsfræðslan, seni veitast skal að lögum öllum þeim börnum, sem eru í þjó’ð- kirkjunni og liafa idotið þar skírn. Ef þessi fræðsla legðist niður, þá gæti kirkjan ekki mnsvifalaust skírt öll börn, heldur yrði hún að krefjast tryggingar fyrir því hvert sinn, að börnin fengju siðar kristilegt uppeldi. Ef til vill kynni kristnum mönnum að veitast erfitt að tryggja slíka

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.