Kirkjuritið - 01.10.1939, Side 9
KirkjuritiS. Trúarbragðafræðslan í skólum.
295
fræðslu, og hvað þá þeim, er telja sig ókristna. Það mætti
að sönnu ætla, að þeim mundi liggja það í léttu rúmi. Eu
það er engan veginn víst, að svo sé. Margir foreldrar lmgsa
sem sé eittlivað á þessa leið: Ég þarfnast að sönnu ekki
kristinnar lífsskoðunar, cn ég veit ekki, nema börnin
mín kunni að lita öðruvísi á það mál. Eg vil, að þau fái
tækifæri til að velja sjálf, og ég vil ekki tálma þvi, að
þau geti gengið kristninni á hönd, ef þau skyldu síðar
finna hjá sér þrá til þess. Og það verður þeim eðlilegia og
ljúfara, ef þau hafa verið skírð á barnsaldri, heldur en ef
þau verða að skírast skírn fullorðinna. Þesskonar inigs-
anir met ég góðar og gildar og tel það mikinn kost, að
kristindómsfræðslan í skólum gjöri öllum foreldrum, sem
vilja, greiða leiðina með börn sín að skírnarfontinum.
Ennfremur lit ég svo á, að gildi kristindómsins sé s\o
mikið, að fyllilega sé réttmætt, að allir fái að kynnast hon-
um áður en þeir velja sér lífsskoðun. Um kristna menn
ætli það að leiða af sjálfu sér, að þeir vildu, að börn
þeirra fengju nokkura þekkingu á því, hvað kristindóm-
urinn er í raun og veru. Og öðrum foreldrum ætti einnig
að vera það áhugamál, að hörn þeirra fengju þá vitneskju
mn kristindóminn, að þau gætu af viti og þekkingu valið
hann eða hafnað honum. Til þess að þau geti yfirleitt
skilið kristinn lioðskap, kristnar hókmentir, kristið and-
ans líl' og metið, þá verða þau að hafa fengið frá barnæsku
nokkura þekkingu á Bihlíusögum, sálmuin og aðalkenn-
ingum kristindómsins. Að öðrum kosti mun þetta koma
þeim undarlega og óskiljanlega fyrir.
Uppeldis-rökin Imíga einnig í sömu átt, að lialda skuli
kristindómsfræðsluuni í skólunum. Það sem kent er ei
harla veigamikið. T. d. sálmarnir. Börnunum er ætlað
nð læra ljóð, og til þess eru margir sálmar ágætlega falln-
ir- Þótt trúargildi þeirra sé slept, þá er listagildi sumra
þeirra undursamlega mikið. Og i Biblíusögunum er margt
vænlegt til þess að hafa hollustu uppeldisáhrit á börnin.
Þær hafa að geyma i auðskildum húningi dýrasta andans