Kirkjuritið - 01.10.1939, Side 11

Kirkjuritið - 01.10.1939, Side 11
Kirkjuritið. Trúarbragðafræðslan í skólum. 297 tekiö í þjóðkirkjunni. Svo er nú einnig ákveðið með lög- um. En ýmsir hafa óskað þeirra breýtinga, að foreldr- um væri í sjálfs vald sett, hvort þeir létu börn sín njóta kristindómsfræðslu eða ekki. Afleiðingarnar at því myndu vafalaust verða tií tjóns, ekki aðeins fyrii börnin sjálf, sem færu fræðslunnar á mis, heldur myndi námsgreinin hætta að njóta sín í skólunum. Þvi að náms- grein, sem má sleppa eftir vild, verður sjaldnast mikils metin af kennurun né nemendum. Það sýnir glögt reynsl- an i gagnfræðaskólunum og mentaskólunum, þar sem kristin fræði eru ekki prófgrein. Afleiðing þess er sú, að þau verða hornreka fyrir öðrum námsgreinum, og nem- endur læra lítið í þeim. Sama myndi einnig verða uppi á teningnum í barnaskólunum og þaðan af verra, ef kristin fræði hættu að vera þar skyldunámsgrein. Nei, hreytingin á fræðslulögunum um þessi efni ætti að fara í þá átt, að kristin fræði yrðu aftur prófgrein bæði við gagnfræðaskóla og mentaskóla. II. Þá kem ég að öðru atriði, sem ég tel mjög miklu skifta fyrir kristindómsfræðsluna. Það verður að taka miklu meira tillit en verið hefir til niðurstöðu nútimavísindanna, þegar kendar eru Bihlíusögur. Þvi er sem sé þannig farið, að trúarbragðasöguvisindin nú á dögum liafa varpað því Ijósi á ýmsar frásagnir Gamla testam., að þær séu skáld- skapur, helgisögur eða þjóðsögur. En ihaldsama guðfræð- m hefir a. á. m. talið þær jTirleitt sannsögulegar. Hingað hl hefir kristindómsfræðslan hallast um of á þá sveif. Það hefix- verið vanrækt að vekja skilning harna á þvi, að frá- sögn eins og um sköpunina, syndafallið, syndaflóðið og habelsturninn lýsa ekki skoðun nútímavísindanna á á- standinu í fyrndinni, heldur séu þær tilraunir ísraels- rilanna liinna fornu til þess að útskýra, hvernig heimur- 111,1 varð til, hvernig hið illa kom í hann og hvernig tungu- málin á jörðunni urðu svo mörg. Og auðvitað leiðir það

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.