Kirkjuritið - 01.10.1939, Qupperneq 24
.'510
Richard Bcck:
öktóber.
þeirra karla og þeirra kvenna,
er grundvöllinn lögðu og
skiluðu niðjunum í liendur
gróandi stofnun; að gróðr-
aröfl sé enn að verki i lifi
safnaðarins, sést glegst af
því, að á demantsafmælinu
bættust honum 110 nýir með-
limir.
Fyrsti lúterski söfnuð-
urinn hefir verið lánsaniur
i foringjavali sínu; átt af-
burðamönnum á að skipa,
svo sem dr. Jóni Bjarnasyni
og dr. Birni B. Jónssyni. Vel
hefir og söfnuðinum tekist
til nni val sins nýja prests, séra Valdimars .1. Eylands,
sem sakir ágætra hæfileika og frábærrar sjálfsræktar niá
margháttaðs nytjastarfs vænta af. Með ldiðsjón af glæsi-
Iegri fortíð sinni hefir söfnuðurinn gilda ástæðu til að
líta björtum augum á framtíðina.“
Skal þá rakin sextíu ára saga þessa stærsta, og vafalaust
um margt hins merkasta, islenzka safnaðar i Vesturheinii,
í aðaldráttum. Sú saga er eðlilega næsta atburðarík, þv‘
að „margt gerist á langri leið“. Stofnun þessa safnaðar
átti sér, eins og önnur kirkjuleg og kristileg slarfsenii
meðal íslenzkra frumbyggja vestan hafs, rætur sínar í
ríkri og djúpstæðri trúarhneigð þeirra og guðrækni. Það
verður aldrei ol mikil áherzla lögð á þá grundvallarþæth
í skapgerð þeirra og lífsskoðun yfirleitt.
íslendingar byrjuðu að setjast að i Winnipeg árið 1875
°g hættist allmargt fólk í hópinn á næstu tveim áruni.
Eigi var þó um fasta kirkjulega starfsemi að ræða þeirra
á meðal fyrst í stað, en eins og tíðkaðist i öðrum nýbygð-
um þeirra vestra, konm menn saman til húslestra á sunnu-
Dr. Jón Bjarnason.