Kirkjuritið - 01.10.1939, Page 26
312
Richard Beck:
Október.
Nýja íslandi, en þá um vorið hvarf séra Jón til íslands og
varð séra Halldór Briem eftirmaður hans; þjónaði hann
söfnuðinum síðan að öðrum þræði fram á haustið 1882,
en þó fór séra Halldór alfarinn til íslands. Var söfnuður-
inn nú prestlaus árið 1883, en eigi sættu menn sig, að von-
um, til lengdar við það. Kvöddu safnaðarmenn séra Jón,
er þá var prestur á Seyðisfirði, til prestsþjónustu hjá sér;
tók séra Jón kölluninni, góðu lieilli, og kom til safnaðar-
ins á miðsumri 1884. Var hann síðan þjónandi prestur
safnaðarins í 30 ár, þangað til hann andaðist 3. júní 1914.
Ekki þarf að f jölyrða hér um það, hver skörungur séra Jón
Bjarnason var sem klerkur og kirkjuhöfðingi; um það
falla allir dómar þeirra, er til þektu, á einn veg. Nægir
hvað það snertir að vitna til eftirfarandi ummæla Þór-
halls biskups Bjarnarsonar: „Það hefir varla annar mað-
ur íslenzkur, að Jóni Sigurðssyni fráskildum, þessa síð-
ustu mannsaldra, haft jafn mikla leiðtoga hæfileika og
séra Jón Bjarnason.“
Það liggur i augum uppi, hvílík gæfa það var fámenn-
um nýbyggjasöfnuði í erlendu umhverfi að eignast slík-
an leiðtoga sem séra Jón, enda blómgvaðist söfnuðurinn
og efklist undir forystu hans; gekk þegar fjöldi fólks i
söfnuðinn á fyrsta messudegi séra Jóns eftir að liann kom
frá íslandi sumarið 1884.
Fyrstu þrjú árin liélt söfnuðurinn guðsþjónustur sínar,
fundi og sunnudagsskóla í hinu svonefnda „Félagshúsi
í Winnipeg, en sumarið 1887 réðst hann í að reisa sér
kirkju; var það timburkirkja, „stór og rúmgóð, en ytn
kirkjuprýði var þar engin“, að því er séra Birni B. Jóns-
syni segist frá í fyrnefndrj grein sinni. Vígði séra Jón, er þa
var forseti Kirkjul'élagsins lúterska, liina nýju kirkju 29.
desember 1887, með aðstoð séra Friðriks J. Bergmann-
Var kirkja þessi heimili safnaðarins þangað til í Junl
1904, en þá flutti hann í stóra og prýðisfagra kirkju úi
múrsteini, er liann hafði byggja látið og séra Jón vígði
26. júní 1904; hann var þá enn forseti kirkjufélagsins,