Kirkjuritið - 01.10.1939, Page 36
322 Magnús Guðmundsson: Október.
vonbrigðum sem þjónar hans. Nei. Samkvæmt Guðs orði
vitum vér, að þannig hljóti það að vera.
En hvað á þjónninn þá að gera, þegar hann verður fyrir
hinum miklu vonbrigðum? Á liann að liætta að flytja hoð-
skapinn, leggja árar í bát og gefast upp og segja: „Þetla er
þýðingarlaust? Það kemur enginn, hvernig sem ég kalla,
iiversu oft sem ég skila hinum heilögu boðum.“ Er það
furða, þó að menn hugsi þannig, og þeim finnist alt starf
sitt einskis virði, er menn sjá, hve mikið er enn afl and-
kristninúar og heiðninnar í heiminum. Er menn sjá, hve
litlu kristindómsboðunin hefir áorkað á 19 öldum. Hve
þetta takmark virðist vera óralangt í burtu: „Gerið allar
þjóðirnar að lærisveinum“. — Oss finst það engin furða. —-
En samt má þetta aldrei verða. Þjónninn má ekki yfirbug-
ast. En hvað á þá þjónninn að gera? Guðspjallið segir:
„Og þjónninn kom og kunngjörði herra sínum þetta.“
Það er einmitt þetta, sem vér eigum að gera, þegar von-
brigðin mæta oss. Leggja þá alt guðsríkisstarfið í bæn
fram fyrir Guð. Segjum herra vorum frá því. Förum að
dæmi Krists. Hann sagði föður sínum frá öllu. Er þetta
ekki lýsing lians sjálfs á bænarstundum sínum, er hann
gekk einn upp á fjallið afsíðis löngu fyrir dögun til þess
að tala við Guð í næði? Var hann eklci einmitt þá að segja
föður sínum frá því, að mennirnir vildu ekki þiggja hið
hezta? Jú, vissulega. Og fyrir oss liina veiku þjóna, er
ekkert annað ráð til en að leggja starf vort í bæn fram
fyrir Guð. Og láta svo drottin um það að gefa árangur-
inn. Hann ber áhyrgðina á starfinu, þegar honum er skil-
yrðislaust hlýtt og honum er í auðmýkt trúar frá öllu sagt-
En þótt vér segjum drottni frá vonbrigðunum og sársauk'
ankum, þá leysir hann oss samt eigi frá störfum: Hann
býður ennþá: „Farið“. í hvert skifti, sem vér stöndum upp
frá bæn, finnum vér enn betur þessa drottinlegu skipun.
Oss hefir vaxið þróttur til að fara á ný, á ný, út til mann-
fjöldans og bjóða þeim að koma að kvöldmáltíð droltins.
Og drottinn bendir oss á margt, sem unnist hefir og er að