Kirkjuritið - 01.10.1939, Qupperneq 40

Kirkjuritið - 01.10.1939, Qupperneq 40
326 Vigfús Guðmundsson: Október urnar, ættu að vera sem veglegastar. En þetta breyttist alt mikið með siðabreytingunni, um miðja 16. öld. Og kirkjurnar guldu þess. Hætt var, því sem næst, að gefa til þeirra, og áhugi um prýði kirknanna og viðhald þeirra dofnaði að sama skapi. Siðarófíð' á 16. öld hafði líka að vísu nokkura siðabót í för með sér og hreinsun trúarbragða. Sérstaklega á þeim átrúnaði •— þegar um ytri einkenni og fjárhagsleg áhrif er að ræða — að kaupa mætti kvittanir allskonar synda og illverka fyrir framreitt gjald, eða góðar dánargjafir. En jafnframt og létti þessum katólska fjárdrætti páfa, og margskonar ásælni biskupa og annara stór- höfðingja kirkjunnar, kom í staðinn lúterska konungsvaldið, með allar sínar útiklær. Klaustrin, með hundruðum jarða, voru rænd eignum sínum, kvaðir voru lagðar á landsbúa (og síðar voru allar kirkjur landsins skattlagðar um 5% af tekjum þeirra, til konung- legu kirkjunnar á Bessastöðum). Auðugir menn og erfingjar þeirra voru sviftir miklum eignum, og efnaðar kirkjur rúnar með ýms- um hætti: Gulli, silfri og góðum gripum. Og jafnframt áttu inn- lendu, lútersku biskuparnir sjálfir ekki lítinn þátt i ruplinu úr kirkjunum. Nægir sem dæmi að nefna aðeins krossinn helga í Kallaðarnesi og skrín Þorláks biskups lielga i Skálholti. Páll bisk- up, sonur Jóns Loftssonar í Odda, lét Þorstein, sem þá var „hagastr maðr at málmi á öllu íslandi" smiða gullskrautið á skrínið, sem var í líkkistu stærð. Og biskup lagði þar til — áheita- gjafir og annað — „ógrynni fjár í gulli og gimsteinum, ok í brendu silfri“ (Bisk. s. I. 134). — Verðmæti skrínsins var „iiijc hundraða“, jafnt og 24 jarðir, 20 hundr hver. En væri það til ennþá og ó- skemt, mundi fást í það boðin 1 miljón króna. Litlu eftir þetta rán og rupl hófst einokun Dana í almætti sinu. Og ein afleiðing hennar var alger vöntun í köflum á nægilegu timbri til húsabóta og kirkjubygginga, svo og, að það er fáanlegt var seldist með óbærilegu verði. Fyr á tímum þótti fara bezt á því að prýða kirkjur með reflum og tjöldum, þótt þær væru alþiljaðar innan eða af timbri einu saman. En siðar tókst ekki að hylja alla grjótveggi eða torfveggi fátækra kirkna, hvorki með timbri né tjöldum. Er nú komið að þvi að sýna dæmi af tveimur ólíkum kirkjum á sama stað — þeim stað, þar sem lengi stóð, óx og blómgvaðist eitt hið auðugasta klaustur á íslandi, í Viðey 1226—1539. Það var hvitasunnuundur, hátíðarfagnaður og messa Diðriks von Minden, umboðsmanns hirðstjóra, og dönsku dáta hans: Að þeir komu í Viðey á hvítasunnumorgun 1539, ráku burt fólkið, en settust þar að sjálfir, rændu klaustrið og kirkjuna og rifu hana
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.