Kirkjuritið - 01.10.1939, Blaðsíða 45
Kirkjuritið.
Ólíkar kirkjur.
331
af. Þakið á kirkjunni var einfalt 1777, en loforð þá um ytra þak.*)
Eigi sést, hversu lengi var verið að byggja kirkjuna, né heldur
hvenær fúaskriflið var jafnað við jörðu. En i rúm 20 ár, frá þvi
Skúli fógeti kom í Viðey (1751), hefir þar ekki verið nein kirkja
messufær. Sést þetta af því, að prófasturinn, séra Guðlaugur Þor-
geirsson, „vísiterar“ árlega nál. allar kirkjur í Kjalarnesprófasts-
dæmi frá 1753—1774, en aldrei í Viðey. Á þeim tíma hefir Viðeyj-
arfólkið (öll sókn kirkjunnar þar) sótt messur að Gufunesi, því að
þar er styzt og bezt til lands að leita. Og var Skúli „gamli“ þá ekki
heldur aðgerðalaus, því að hann kom því til leiðar, að árið 1755
var loks eftir 3 ár búið að endurbyggja kirkjuna í Gufunesi. Var
hún þá „þiljuð í hólf og gólf“, með stafnþiljum og „þaklausri"
timbursúð. En þarna gefur að iíta eitt dæmi af ótal mörgum um
gæði viðarins, sem einokunin færði löndum vorum, og um varan-
leik lcirknanna hér á landi. Þá þegar er „súðin svört, einkum að
sunnanverðu, er gefur til kynna að' borðviðurinn hafi verið slæm-
Ur“, segir prófasturinn. — Tjörgun að utan á þó að varna fúa.
Viðir voru þá líka votir og grannir. Og eftir ein 6 ár er kirkjan
farin bæði að leka og fúna, og undirviðir allir vatnsósa. Voru
því veggirnir teknir frá kirkjunni, þvi að þeir voru þá „orðnir
gagnónýtir og fordjarfa kirkjuna meir og meir“.
Fleiri heimildir fundnar.
Hingað til hefir rikt alger óvissa um það, hvenær rifin var
fúna kirkjan í Viðey, á hvaða árum steinkirkjan var bygð, hver
kostaði hana í fyrstu og fleira þar að lútandi.
Nú eru enn fundin nokkur bréi' í Þjóðskjalasafninu (helzt i
hréfum til bisk. úr Knþ.), sém fáir hafa hirt um að leita að, eða
leggja tíma sinn i að lesa. Þykir því ástæða til þess, að birta hér
örlítinn útdrátt um þetta efni:
E 1753. Guðlaugur Þorgeirsson próf. í Ivnþ. hefir beðið Gísla
Sigurðsson sóknarprest í Seltjarnarnesþ. að segja álit sitt um
það, hvort ekki mætti leggja niður kirkjurnar í Viðey og Engey.
I svarbréfi, 30. júní 1753, telur prestur þær nauðsynlegar, sér-
staklega vegna gamals fólks og örvasa, sem ekki þolir sjóferð til
hirkjusóknar, sízt í misjöfnu veðri.
2. 1756. Bréf Skúla fógeta til F. J. biskups i Skálholti, 2. sept-
ember 1756. Segir Skúli þar, að Ól. Gislason biskup hafi í skýrslu
hl konungs talið Viðeyjarkirkju meðal þeirra, sem leggja mætti
") Uppdrætlirnir (4) eru nú í Þjóðminjasafninu. Lýsing lcirkj-
unnar er í fullkomnu samræmi við þá.