Kirkjuritið - 01.10.1939, Page 51

Kirkjuritið - 01.10.1939, Page 51
Kirkjuritið. Innlendar fréttir. 337 Um leið og fundurinn sendir yður þessa kveSju og ávarp, skorar hann á yður að gera alt, sem í yðar valdi stendur, til þess, að hin norðlenzka kirkja mætti nú á þessum alvörutímum skilja hlutverk sitt og flytja þjóð vorri fagnaðarerindi friðarins á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir safnaðarins á hverjum stað, svo að al- varan, sem nú hvílir yfir mannkyninu, mætti flytja oss öll nær honum, sem er uppspretta alls lífs, Guði vorum og drottni Jesú Kristi, og þjóð vor sem heild verða höndluð af honum.“ Aðalfundur Hallgrímsdeildar var settur á Hvanneyri langardagskvöldið 9. sept. Frá byrjun sóttu liann 6 prestar af félagssvæðinu, þar á meðal öll stjórnarnefndin, og auk þess biskupinn, 2 emerítprófastar og dr. Árni Árnason. Á sunnud. skiftu prestarnir sér til messugerða á 4 kirkjur héraðsins: Hvanneyri, Stafholt, Reykliolt og Lund, þar sem biskupinn mess- aði. Á Hvanneyri var svo komið saman aftur um kvöldið til gist- ingar, og liöfðu þá 2 prestar bæzt í liópinn. Á mánudagsmorgun var haldið að Hesti og fundur setinn þar allan daginn. Þar bættist við presturinn í Saurbæ. Tveimur yngstu prestum deildarinnar hafði verið ætlað að flytja fyririestra á fundinum, en hvorugur gat komið. Þrátt fyrir það voru 2 merk erindi flutt á fundinum. Annað flutti dr. Árni Árna- son í Reykholti eftir messu, og um kvöldið á Hvanneyri, um trúna á annað líf, og var það, eins og vænta mátti, rökfast, fróðlegt og uppbyggilegt. Hitt flutti prófastur Björn Magnússon eftir messu á Lundi og daginn eftir á Hesti og nefndi: Langlyndi. Var það ágætt erindi. Dr. Eiríkur Albertsson hafði framsögu um merkilegt mál, kristilega ungmennafræðslu. Um það urðu talsverðar umræður og beindust tillögur helzt í þá átt, að æskilegt væri, að fræðslustofn- un eða mentastofnun til kristilegra æskulýðsáhrifa yrði komið á fót á fornum mentasetrum, eins og l. d. Skálholti, eða merkisstöð- um, eins og t. d. Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þetta var annað aðalmál fundarins. Hitt nefndist „andlegir erfiðleikar í prests- starfinu“, og liafði þar framsögu séra Magnús Guðmundsson. Stjórnin var öll endurkosin. Fundinum var slitið um kvöldið, og var merkasta tillaga hans askorun á biskup landsins að mælasl lil þess við prestana að minnast á næsta vori 400 ára afmælis Nýja testamentisins í ís- lenzkri þýðingu, 12. apríl, og hlutast tii um, að ljósprentuð útgáfa Ddds Gottskálkssonar af því verði gefin öllum höfuðkirkjum landsins. Ásgeir Ásgeirsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.