Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 52
Innlendar fréttir.
Október.
338
Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða
var að þessu sinni haklinn að Núpi í Dýrafirði 16. þ. m. Á
fundinum mættu 2 prófastar, (S prestar og 1 uppgjafaprestur.
Sigurgeir Sigurðsson biskup setti fundinn og skilaði af sér for-
mannsstörfum. — Af ýmsum ástæðum var ekki hægt að koma
])ví við að láta fundinn standa nema þennan eina dag, og fór
því fundartíminn aðallega i að ræða félagsmál, sérstaklega um
starfið á komandi starfsári. Var þannig allmikið rætt um út-
gáfu ársrits félagsins „Lindina“ og urðu málalok þau, að stefnt
yrði að því, að gefa hana út á komandi hausti, þrátt fyrir vax-
andi erfiðleika á útgáfu bóka. — Lýsti fundurinn einlægum
áhuga fundarmanna, og varð dagurinn hinn ánægjulegasti. Hina
nýju stjórn skipa: Séra Þorsteinn prófastur Jóhannesson, for-
maður, séra Halldór Kolbeins og séra Einar Sturlaugsson, cn
til aðstoðar stjórninni við útgáfu ,,Lindar“ voru kosnir séra
Böðvar Bjarnason og séra Marínó Kristinsson. — Rætt var um,
að næsti fundarstaður yrði annaðhvort Patreksfjörður eða Isa-
fjörður.
Ný kirkja að Núpi í Dýrafirði.
Hin nýja kirkja að Núpi í Dýrafirði var vígð af undirrituð-
um sunnudaginn 17. f. m.
Teikningin var gjörð á teiknistofu húsameistara rikisins.
Er kirkjan 11,50 metrar á lengd og 7,30 á breidd. Forkirkja 3,10
m. á lengd og 3,40 m. á breidd. Er kirkjan bygð úr steinsteypu
og er í alla staði hið fegursta og vandaðasta hús. Tekur hún 90
manns í sæti niðri, en 10 á sönglofti. En alls mun kirkjan rúma
um 160—170 manns.
Aðalsmiðurinn við byggingu kirkjunnar var Eiríkur Arngríms-
son trésmiðameistari, en Ólafur Gestsson trésmiðameistari á Isa-
firði smíðaði altari, prédikunarstól og grátur, og setti upp söng-
pall framanverðan. En præp. hon. séra Sigtryggur Guðlaugsson,
sem hefir fylgst með og starfað að kirkjubyggingarmálinu og'
byggingunni sjálfri, á hugmyndina að flestu eða öllu því, er gert
hefir verið inni í kirkjunni. Er það verk því unnið samkvæmt
teikningu hans og fyrirsögn. Má þar til nefna snildarverk, sem
Guðmundur Jóiísson myndskeri frá Mosdal hefir unnið í þessari
kirkju, og gert er samkvæmt ráði og hugmynd séra Sigtryggs
Hefir Guðmundur skorið tákn og letur á prédikunarstól, grátur,
söngloftsbrún og kirkjubekki, ennfremur gjört fagra hörpu, sem
sett er framan á söngloftið. En sjálfur hefir séra Sigtryggur
málað hörpuna, svo og prédikunarstólinn, grátur og fleira. Einnig