Kirkjuritið - 01.10.1939, Qupperneq 52

Kirkjuritið - 01.10.1939, Qupperneq 52
Innlendar fréttir. Október. 338 Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða var að þessu sinni haklinn að Núpi í Dýrafirði 16. þ. m. Á fundinum mættu 2 prófastar, (S prestar og 1 uppgjafaprestur. Sigurgeir Sigurðsson biskup setti fundinn og skilaði af sér for- mannsstörfum. — Af ýmsum ástæðum var ekki hægt að koma ])ví við að láta fundinn standa nema þennan eina dag, og fór því fundartíminn aðallega i að ræða félagsmál, sérstaklega um starfið á komandi starfsári. Var þannig allmikið rætt um út- gáfu ársrits félagsins „Lindina“ og urðu málalok þau, að stefnt yrði að því, að gefa hana út á komandi hausti, þrátt fyrir vax- andi erfiðleika á útgáfu bóka. — Lýsti fundurinn einlægum áhuga fundarmanna, og varð dagurinn hinn ánægjulegasti. Hina nýju stjórn skipa: Séra Þorsteinn prófastur Jóhannesson, for- maður, séra Halldór Kolbeins og séra Einar Sturlaugsson, cn til aðstoðar stjórninni við útgáfu ,,Lindar“ voru kosnir séra Böðvar Bjarnason og séra Marínó Kristinsson. — Rætt var um, að næsti fundarstaður yrði annaðhvort Patreksfjörður eða Isa- fjörður. Ný kirkja að Núpi í Dýrafirði. Hin nýja kirkja að Núpi í Dýrafirði var vígð af undirrituð- um sunnudaginn 17. f. m. Teikningin var gjörð á teiknistofu húsameistara rikisins. Er kirkjan 11,50 metrar á lengd og 7,30 á breidd. Forkirkja 3,10 m. á lengd og 3,40 m. á breidd. Er kirkjan bygð úr steinsteypu og er í alla staði hið fegursta og vandaðasta hús. Tekur hún 90 manns í sæti niðri, en 10 á sönglofti. En alls mun kirkjan rúma um 160—170 manns. Aðalsmiðurinn við byggingu kirkjunnar var Eiríkur Arngríms- son trésmiðameistari, en Ólafur Gestsson trésmiðameistari á Isa- firði smíðaði altari, prédikunarstól og grátur, og setti upp söng- pall framanverðan. En præp. hon. séra Sigtryggur Guðlaugsson, sem hefir fylgst með og starfað að kirkjubyggingarmálinu og' byggingunni sjálfri, á hugmyndina að flestu eða öllu því, er gert hefir verið inni í kirkjunni. Er það verk því unnið samkvæmt teikningu hans og fyrirsögn. Má þar til nefna snildarverk, sem Guðmundur Jóiísson myndskeri frá Mosdal hefir unnið í þessari kirkju, og gert er samkvæmt ráði og hugmynd séra Sigtryggs Hefir Guðmundur skorið tákn og letur á prédikunarstól, grátur, söngloftsbrún og kirkjubekki, ennfremur gjört fagra hörpu, sem sett er framan á söngloftið. En sjálfur hefir séra Sigtryggur málað hörpuna, svo og prédikunarstólinn, grátur og fleira. Einnig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.