Kirkjuritið - 01.10.1939, Side 53

Kirkjuritið - 01.10.1939, Side 53
KirkjuritiÖ. Innlendar fréttir. 339 a hann hugmyndina að lýsingu kórsins, sem er sérkennileg og fögur, en Viggó Natanaeisson leikfimiskennari hefir unnið að l.jósaútbúnaðinum og' málað kirkjuna að innan ásamt Hauki Kristinssyni formanni sóknarnefndarinnar. Sóknarnefnd Núpssóknar og kirkjubyggingarnefnd hafa sameiginlega haft undirhúning og framkvæmd verksins með höndum. Nefndirnar skipa: Árni Brynjólfsson bóndi, Viggó Nat- anaelsson leikfimiskennari, Kristinn Guðlaugsson oddviti, Björn Guðmundsson skólastjóri og frú ltakel Jónasdóttir á Núpi. Klukkur og orgel eru úr gömlu kirkjunni. Alls mun kirkjan hafa kostað um kr. 17.000.00. Nokkur skuld hvílir á kirkjunni, en safnast mun hafa um kr. 11.000.00 að því er mér var tjáð. Er Jón Oddsson útgerðarmaður stærsti gef- andinn. Gaf hann lil kirkjunnar kr. 2.000.00. Ennfremur komu kirkjunni gjafir frá ýmsum utansóknarmönnum, svo sem Guð- mundi Jónssyni frá Mosdal, Guðjóni Sigurðssyni og frú Guðnýju Gísladóttur. Og margir sóknarmenn hafa lagt sitt frain hæði með vinnugjöfum og á annan hátt. Séra Sigtryggur mun þannig hafa geiið kr. 1000.00 auk mikils starfs, sem hann hefir unnið, eins °g áður er að vikið. Daginn áður en kirkjuvígslan fór fram, var mér sagt, að eigi væri ólíklegt, að nýr altarisdúkur kæmi í kirkjuna áður en langt mn liði, þó að enn hefði ekki verið tilkynt neitt um það. Og hinn 'iýi altarisdúkur var i kirkjunni við vígsluna. Skýrði Kristinn Guðlaugsson frá því að vígsluathöfninni Iokinni, að altarisdúkur þessi væri unninn og gefinn kirkjunni af dætrum lians tveimur, Hólnifríði og Ólöfu. Er þetta hin vandaðasta og ágætasta gjöf. I Núpssókn munu vera um 90 manns, en um 50 gjaldendur. Sést bezt á því, að sÖfnuðuri nn hefir unnið mikið þrekvirki með því að koma upp kirkju, sem kostar jaí'n mikið fé. Hafa liér verið að verki miklir áhugamenn, sem fúsir voru til þess að 'eSgja fram krafta sína og fé fyrir málefni kirkjunnar. enda ofl komið fram, að innan Núpssóknar ríkir áhugi um kirkjuleg mál. Vígsluathöfnin var vel sótt, þrátt fyrir óhagstætt veður, bæði ai safnaðarfólki og úr nærliggjandi sveitum, svo og frá Þingeyri eg Isafirði. Voru þar og viðstaddir 9 presvígðir menn auk und- mritaðs. — Stólræðu flutti sóknarpresturinn, séra Eiríkur .1. Eiríksson, hinn nýi prestur Dýrafjarðarþinga, og setti prófastur- lnn í Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi hann inn í embættið í vígslu- guðsþjónustunni. En séra Sigtryggur annaðist altarisþjónustu, °g var leikið undir tón hans. Hefir séra Sigtryggur sjálfur samið l>enna undirleik af mikilli smekkvisi. Einnig voru lög, sem hann

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.