Kirkjuritið - 01.10.1939, Page 54
340
Innlendar fréttir.
Október.
hefir samiS, sungin við vígsluhátíð.ina. Með kirkjuvígslunni
sá hann hugsjón, er hann lengi hefir átt, rætast, og margur mun
svo vilja mæla, að liann liafi átt jmð skilið, eftir sitt mikla
og ágæta starf í l)águ safnaða sinna og islenzku kirkjunnar i heild.
Hinn ungi eftirmaður séra Sigtryggs er liæfileika- og áhuga-
maður, sem þegar hefir unnið sér traust og álit í söfnuðum
sínum og allir vænta hins bezta af.
Að lokinni sjálfri vígsluathöfninni voru kirkjugestum veittar
góðgjörðir og ])á fluttar margar ræður og heillaóslcir frambornar
til sóknarnefndar og safnaðarins um hina nýju kirkju, sem
öllum kom saman um, að væri stórfögur og vegleg og söfnuðinum
til hinnar mestu sæmdar.
Sif/urgeir Sigurðsson.
Enn gerast íslendingasögur.
Veturna 1937—1938 vann einn islenzkur alþýðumaður verk
eitt „í leyndum“, eins og frelsarinn segir, að bænargerð Iærisveina
sinna eigi fram að fara.
Nú er því verki að fullu lokið. En í j)ví verki' felst svo mikil
prýði bæði handar og hjarta, að ég finn mig til knúðan að færa
])essu sóknarbarni mínu þakkir mínar og ailra þeirra, sem þar af
munu njóta í framtiðinni.
Hegar ég tók við prestsskap, var ein kirkjan í prestakalli niínu
svo hrörleg orðin, að hún liafði verið dæmd ómessuliæf nokkur
seinustu ár á undan, og höfðu þvi guðsþjónusluhöld verið lögð
niður við þá kirkju. Kirkja þessi er í Berufirði. Var nú um tvent
að velja, að leggja niður Berufjarðarsókn eða byggja upp nýja
kirkju. Töldu margir líklegt, að horfið yrði til þess, að kirkjan
yrði Iögð niður, eingöngu vegna þess, að kirkjan átti litlar eigur,
en söfnuðurinn hinsvegar svo fámennur, að ný kirkjubygging
hefði orðið honum tilfinnanleg fjárhagsleg byrði. í sókninni eru
sem sé aðeins 5 bæir. Lá nú þetta niðri um liríð', án þess að end-
anlega yrði út gerl um, hvað gera skyldi.
Vissi nú enginn neitt, þar til ég frétti af tilviljun, að Bagnar
Guðmundsson sóknarnefndarformaður, sonur Guðmundar bónda
Guðmundssonar í Berufirði, væri búinn að rífa gömlu kirkjuna
og kominn vel á veg með að reisa nýja.
Fregn þessi reyndist rétt. Ragnar fór sínar eigin Ieiðir. Hann
kallaði ekki saman neinn fund til að ræða málið, en hann lét fram-
kvæmdirnar koma á undan orðunum. Siðar tjáði liann mér, að
þann hefði í persónulegum viðræðum komist að raun um, að sókn-