Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 56

Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 56
,‘542 Erlendar fréttir. Október. Danmerkur og var þar í mánuð. Aðalhlutverk hans í utanförinni var að kynna sér liknarstarf og mannúðarstarf skozku kirkj- unnar. Guðsþjónusta var haldin i Dómkirkjunni í Reykjavík 18. ]). m., eins og í öðr- um höfuðborgum Norðurlanda í sambandi við þjóðhöfðingja- fundinn í Stokkhólmi. Biskup landsins messaði. Séra Halldór Jónsson á Reynivöllum átti fjörutíu ára prestsskaparafmæli sunnudaginn 15. þ. m. Hann vígðist til Reynivalla og hefir verið prestur þar öll árin. „Hálogaland“ bók E. Berggravs er nú komin út i islenzkri þýðingu. Erlendar fréttir. Prestafundurinn í Hróarskeldu. Dagana 30. ág. og 1. sept. var haldinn prestafundur Norður- landa í Hróarskeldu. Hafa svipaðir fundir verið lialdnir áður til skiftis í skandinavisku löndunum þriðja hvert ár, i Lundi 1924, Hilleröd á Sjálandi 1927, Þrándheimi 1930, Helsingfors 1933, Vis- by 1930 og nú i Hróarskeldu 1939. Það var danska prestafélagið, sem gekst fyrir fundinum, og var C. J. Scharling, biskup í Rípum, formaður prestafélagsins, forseti fundarins, og stjórnaði honum með röggsemi og lipurð. Nokkuð á 4. hundrað liöfðu boðað komu sína, en stríðshættan, sem einmitt þessa daga vofði yfir, gerði það að verkum, að nokk- urir hættu við fiirina, og urðu fundarmenn rétl um 300, biskupar, dómprófastar, prófastar, prófessorar og prestar. Var þetta bæði glæsilegur og fjörmikill hópur. Frá Svíþjóð komu framt að hundraði fulltrúa, undir forustu hins glæsilega Skarabiskups, Dr. G. Ljunggren. Frá Noregi voru 25, úr öllum biskupsdæmum. Var formaður þeirra Koren prestur, en í liópnum voru m. a. Maroni biskup og Fjellbu dómprófastur. Frá Finnlandi voru 14 einir, undir forustu Lehtonen biskups. Ófriðarliættan hélt ýmsum af Finnunum heima. Héðan frá íslandi var ég eini fulltrúinn, en svo smáir erum við í samanburði við hina, að sá fulltrúafjöldi var ríflegur í samanburði við hina. Eg mætti þarna að tilhlutun Préstafélags íslands. Langflestir voru náttúrlega frá Danmörku. Þrír danskir biskupar sátu fundinn,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.