Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 57

Kirkjuritið - 01.10.1939, Síða 57
Kirkjuritið. Erlendar fréttir. 343 Scliarling i Rípum, Rosendal í Hróarskeldu og Fuglsang Dam- gaard í Kaupmannahöfn. Fundurinn hófst meS hátíðlegri guðsþjónustu í Hróarskeldu- dómkirkju kl. 11 órdegis, miðvikudaginn 30. ágúst. Embættaði Scharling biskup og lagði út af Sálrn. 118,17: „Ég mun ekki deyja, heldur lifa og kunngera verk Drottins", en þessi orð skrifaði Lúter á vegginn á lierbergi sínu í Koburg, þar sem hann dvaldi, er kirkjuþingið í Ágshurg var haldið 1530. Hélt biskupinn áhrifa- milda og fagra ræðu út af þessum orðum. — Konungur ætlaði að vera viðstaddur guðsþjónustuna, en ófriðarblikan var nú orðin svo ískyggileg, að ekki var talið rétl, að hann færi úr Kaupmanna- höfn. Kom drotningin í hans stað, en þau eru bæði hinir mestu vinir kirkjunnar og einlægir trúmenn. Að lokinni guðsþjónustu fór fram hátíðleg setningarathöfn í fundarsal Höjskolehjemmets, og var salurinn fullskipaður. Hófst athöfnin með því, að sunginn var Lúters-sálmurinn mikli: Vor Guð er borg á bjargi traust. En síðan hóf Scharling biskup ræðu- höld, en Nórregaard borgarstjóri í Hróarskeldu flutti einnig ræðu, þar sem hann bauð fundarmenn velkomna. Eftir það var sunginn danski þjóðsöngurinn. Síðan komu fram formenn þeirra, er mættir voru frá hverju landi, og var þjóðsöngur þess lands sunginn á eftir. Af þvi a0 ég hafði verið fjarverandi, vissi ég ekki um dagskrá fundarins og var með öllu óviðbúinn þessari upphafsathöfn, þar til ág kom á fundinn. En það gekk einhvern veginn, ég flutti mína ræðu, og þótti mér furðumargir taka undir islenzka þjóðsönginn. Eftir að þessu var lokið, talaði Dr. A. Th. JÖrgensen fyrir hönd lieinissambands lúterskra kirkna. Kvað hann þungamiðju lútersku kirknanna nú vera í Skandínavíu. Siðari hluta dagsins voru erindi um kirkjur Norðurlanda. Flutti Rosendal biskup langt erindi um danskt kirkjulíf, um eftirmiðdag- 'nn. Hann er frábær ræðumaður, skýr og fyndinn og snar í vend- •ngunni. En um kvöldið voru flutt erindi um hinar kirkjurnar. Dóniprófastur Dr. Elis Malmeström talaði um sænsku kirkjuna, F.gil Brékke prestur um norsku kirkjuna, Leo Gummerus prófastur um finsku kirkjuna og ég um islenzku kirkjuna. Tók ég tækifærið til l^oss að minnast á dóm prófessors Halesby um islenzka kristni rða skort á kristindómi og lýsti í því sambandi þeim styrk, sem kristindómurinn hefir verið þjóð vorri á liðnum öldum. Sagði ég soguna af séra Jóni Steingrimssyni og eldmessunni. Var á hana 'dýtt með mikilli athygli, og hygg ég, að flestir hafi verið mér sammála um, að ekki sé hægt að dæma af slíkum mönnum alla

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.