Kirkjuritið - 01.03.1940, Side 4

Kirkjuritið - 01.03.1940, Side 4
Marz. Páskaboðskapurinn. Eftir Magnús Jónsson. 1. Kor. 5, 7—8: Hreinsið burt gamla súrdeigið, til þess að þér séuð nýtt deig eins og þér eruð ósýrðir. Því að páskalambi voru er og slátrað, sem er Kristur. Höldum því hátíð, ekki með gömlu súrdeigi né með súrdeigi ilsku og vonzku, heldur með ósýrðum brauðum hreinleikans og sannleikans. Páskahald Gyðinga fól í sér fagurt trúarlegt tákn. Heim- ilisfólkið kom saman. Páskalambsins, sem slátrað hafði verið, var neytt með ósýrðu hrauði. Alt súrdeig var vand- lega hreinsað burt áður. Og nú bófst því í raun og veru nýtt líf. Páskarnir urðu eins og' nokkurskonar landa- merkjalína milli þess gamla og nýja. Og þar sem Pásk- arnir voru auk þess haldnir til minningar um brottförina af Egyptalandi, brottförina úr þrældómshúsinu áleiðis til fyrirheitna landsins, þá var ekki um að villast, livað það gamla var, sem menn voru að skilja við, og bvað liið nýja, sem við átti að taka. Páll postuli knýtir áminningar sínar við þetta páskahald Gyðinga. Þetta skulum við gera, segir hann. Við skulum hreinsa burt gamla súrdeigið. Páskalambinu er slátrað. Komum og neytum þess með ósýrðu brauði og hefjum nýtt líf. Förum úr þrældómsliúsi syndarinnar og hefjum leið okkar lil liins fyrirheitna lífsins lands. Páll posluli gefur hér páskaboðskapnum djúpt trúar- legt og siðferðilegt innibald. Ef páskar Gyðinga táknuðu landamerkjalínuna milli þess gamla og nýja, livað mátti

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.