Kirkjuritið - 01.03.1940, Síða 5

Kirkjuritið - 01.03.1940, Síða 5
Kirkjuritið. Páskaboðskapurinn. 83 Þá segja um páska kristinna manna? Þeir voru, fyrir upp- risu Jesú Krists frá dauðanum, hvorki meira né minna en landamerkjalina í sögu mannkynsins. Áður rikti dauðinn, nú stendur opin leið til lífsins. Áður ríkti svndin og holdið. Nú er upp runnið tímabil andans og réttlætisins. Hinn yamli Adain liafði leitt alt mannkynið inn í land þræl- dómsins. Nú safnaði hinn nýi Adam þeim sanna fsrael í fylkingu og hóf förina til fyrirheitna landsins. Hvað utn það, þó að þessi sanni fsrael, þetta nýja mannkyn, ætti í vændum eyðimerkurför ofsókna og allskvns örðugleika. Það var samt sigurganga og land lífsins blasti við. Hinn Samli og nýi Adam. Hið gamla og nýja mannkyn. Hefir uokkur maður dregið upp einfaldari og stórhrotnari sýni- leik ? Öll jörðin er leiksviðið. Allar aldir eru leiktíminn. Leikendurnir eru forfaðir alls mannkynsins, syndin, dauð- um og lioldið, og svo himnakonungurinn, hinn annar Adam, frefsarinn, lífið og réttlætið. Hér er sannarlega Lonioedia divina, liinn guðdómlegi sjónleikur. Og mið- depill hans er páskaviðburðurinn. En livað snertir þessi mikli sýnileikur okkur? Eruín við einungis hrifnir áhorfendur og áheyrendur ? Við, ein- staklingarnir, þú og ég, i okkar litlu kjörum, kemur þetla við okkur? Já, annars væri þetta enginn boðskapur. Annars væri þetta einungis auglýsing. Við erum sjálf þátttakendur í þessum stórkostlegu viðhurðum. Og meira en það: Þeir gerast einmitt vegna okkar. Páll postuli skrifar þeim þetta, hinum ófullkomnu kristnu mönnum i Korintuborg, og hann skrifar okkur þetta enn i dag. Við skulum ekki einhlína um of á smæð °kkar. Svona stór erum við i augum hins himneska kærleika. Við skulum ekki skjóta okkur á hak við ófull- komleika okkar, eins og við hefðum enga áhyrgð. Svona mikil og þung er liún. Borg, sem er uppi á fjalli, lær ekki dulist. Við erum á þessu mikla leiksviði, innan 11111 dauðann og syndina, lifið og réttlætið. Það er fallegt

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.