Kirkjuritið - 01.03.1940, Page 16

Kirkjuritið - 01.03.1940, Page 16
94 Berggrav biskup og „Hálogaland.“ Marz. íslenzka biskupsdæmi væri eitt liið erfiðasta um öll Norð- urlönd. Þegar sá, er þetta ritar, las „Spenningens Land“ nýútkomið, þóttist ég brátt verða annars visari. Vitanlega eru vegalengdirnar miklar hér bjá oss, og erfiðleikarnir við að komast um landið voru vissulega miklir fyr á tímum, meðan engir voru vegir, sem það nafn verðskuld- uðu, livorki á fjöllum né í sveitum, engar brýr yfir nokk- urt vatnsfall og enginn bíllinn. En borið saman við það, sem áður var, eru þessi ferðalög nú orðin einber leikur. Háleygir eru skemra á veg konmir en við íslendingar livað þetta snerlir. í því tilliti er lærdómsríkur sá kafli bókar- innar, sem ber yfirskriflina „Á yfirreið um Finnmerkur- fjöll“. Það er ekki heiglum hent að lenda á slíku ferða- lagi. Að vjsu liggur við, að Berggrav biskupi finnist sér á stundum nóg boðið, t. a. m. þegar liann i 20 stiga frosti er að kútveltast þar-í snjósköflunum. En liann gefst ekki upp fyrir það, þótt liann lendi í roki og blindhríð uppi á fjöllum, þar sem ekkert er til að átta sig á, því að leiðin er fáfarin og leiðarmerki erigin reist. En mest er þó vert um fólkið, sem við kynnumst í bók þessari. Og livergi markar jafn áþreifanlega íyrir meist- arahendi höfundarins eins og þar, sem hann er að kynna fólkið lesendum sínum. Víða dregur höfundurinn með ör- fáum orðum upp mynd af mörinum, sem á vegi hans verða, svo að manni finst hann sjái þá lifandi fyrir aug- um sér. Eða þá lýsingin, sem böfundurinn gefur af lifn- aðarháttum manna, hugsanalífi þeirra, trúrækni þeirra, já, einnig lijátrú þeirra, eins og þetta lýsir sér hjá fólkinu, hvort heldur er til sveita eða á sjó úti. Sem að líkum lætur, verður höfundi ærið skrafdrjúgt um kirkjurækni fólksins og livað það leggur á sig til að komast lil kirkju sinnar. Lýsingin, sem gefin er af kirkjuvígslu i Ivautokeino (11- marz 1931) er kostuleg. „Aldrei iiefði mér lil liugar kom- ið, að liægl væri að flytja prédikun í slíkum skarkala og samt í raun og veru í fullu næði. En fólkið lét ónæðið ekkert á sig fá, heldur hlýddi það á ræðuna með mesta

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.