Kirkjuritið - 01.03.1940, Síða 29

Kirkjuritið - 01.03.1940, Síða 29
Kirkjuritið. Guðstrúin.* Ávalt mun sú hafa verið x-eynslan, að ýmsir menn liafa verið trúlausir, a. m. k. í orði, og er þá átt við þá menn, -sem neita tilveru Guðs og framhaldslífi mannsandans. Þessir menn hafa þó oftast látið lítið á sér hera opínber- lega, hér á landi. Það er ekki fyr en á síðari árum, að vantrúarmenn eru farnir að hefja upp raust sína og pré- dika trúleysi, og enda vinna fyrir það. Þeir, sem ófróðir eru, mættu nú ætla, að trúleysingjar hefðu gild rök fyrir sínu máli, þar sem þeir takast á hendur að ráðast á slíka Ufsskoðun sem trúin er, með þeim hugsjónum, sem hún geymii-. Það vantar heldur ekki, að þeir færi fram ýmsar ástæður fvrir sínu ináli. Vantrúarmenn færa fram ýmsar ■'öksemdir gegn guðstrúnni, gegn trúnni á annað líf, gegn Biblíunni og gegn kirkju og kristindómi. í erindi mínu ■im eilífðartrúna mun ég nefna og taka til athugunar ■’ökin gegn trúnni á annað líf, en að þessu sinni verður aðeins litið á ástæður vantrúarmanna gegn guðstrúnni. Aðalástæður vantrúarmanna gegn guðstrúnni, eins og þær koma mér fyrir sjónir, eru þessar: Trúna má rekja til ákveðinna fyrirbrigða í sálarlífi manna, og hún er það- an sprottin. Hún er af mannlegum en ekki guðlegum upp- ■'una. Guðstrúin er sprottin af vanmáttartilfinningu mann- unna gagnvart náttúruöflunum. Trúin á Guð er ósannað mál, og það samrýmist ekki skynsemi vorri og þekkingu ú náttúruvísindunum að trúa á mátt fyrir utan og ofan þau öfl, sem vér þekkjum, og þótt svo væri, þá keniur upp spurningin um upphaf hans. Það er ekkert til fyrir utan efnisheiminn, en hann þekkjum vér nú betur og betur. 011 hin furðulegustu fyrirbrigði i heiminum, lífið sjálft, lifandi verur og þar með mennirnir, eru orðin til fyrir tilviljun. Þessar ástæður og þó einkum sú, sem bendir á ósamræmið milli trúar og þekkingar, hefir orðið þess *) Biskup landsins bauð Útvarpinu erindi petta, en það hafn- aði boðinu.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.