Kirkjuritið - 01.03.1940, Page 31

Kirkjuritið - 01.03.1940, Page 31
Kirkjuritið. Guðstrúin. 109 ætla ekki að rökræða málið frá þeirri hlið, en vil meira að segja gjöra ráð fyrir, að það sé rétt, að benda megi á vanmáttartilfinningu mannanna gagnvart náttúruöflun- um í sambandi við liin frumstæðari trúarbrögð. Þetta get- ur þá talist til skýringar á uppruna guðstrúarinnar og ein af ástæðunum til þess, að liún varð til, en lieldur ekki meira. Væri þessi hin eina orsök guðstrúarinnar, þá ætti hún að bjaðna og hverfa að sama skapi, sem mönnunum vex þroski, þekking og hæfileikar til þess að heyja lifsbar- áttuna, en því fer fjarri. Það er líka sitt bvað, að finna einhverja ástæðu, sem getur skýrt eitthvert fyrirbrigði i hfinu, eða hitt, að finna frumorsökina og kafa alt það hjúp, sem þar er á milli. Ég skal taka dæmi til skýringar. Ef vér ekki neytum fæðu, verðum vér svangir. Sultinn, döngunina í mat, ánægjuna af því að fá saðning og alla þá miklu og margbrotnu líkamsstarfsemi, sem miðar að því að fidlnægja þessari frumstæðu eðlishvöt, alt þetta má rekja til þess, að magann skortir fæðu. En það er langt frá þvi, að sá skortur skýri öll þau fyrirbrigði, sem hér að lúta, svo sem það, að meltingarfærin taka lil starfa, þegar vér sjáum matinn og finnum af bonum lyktina, aður en nokkuð kemur ofan í magann. Á því er alt önnur skýring. Sá maður, sem béldi því áfram, að tómleiki mag- ans væri helzta og jafnvel eina orsök þess, að vér leggjum stund á að afla oss viðurværis með margbrotnum aðferð- 11111 og margbreyttum búnaðarbáttum, mætti með rétlu teljast óliæfilega fáfróður um alt lífeðli og líkamsstarf. Það er einnig sannfæring mín, að þeir, sem telja vanmátt- artilfinninguna hina einu orsök og undirrót guðstrúarinn- ar> gjöri sig seka i tiltölulega engu minni grunnfærni og fáfræði á því sviði. Vér skulum halda dæminu lítið eitt afram. Setjum svo, að magafrumurnar, sem skifta miljón- Um, ehis og mannkynið, væru að ígrunda rök tilverunnar °g stjórnina í sínum heimi, þ. e. líkamanum, og að tölu- verður hluti þeirra kæmist að þeirri niðurstöðu, að matur- lnn kæmi ofan í magann fyrir rás viðburðanna og sam-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.