Kirkjuritið - 01.03.1940, Side 35

Kirkjuritið - 01.03.1940, Side 35
Kirkjuritið. Guðstrúin. 113 við hlutina. Fullkomnustu skynfærin, augu og eyru, eru líka ófullkomin. Til þess að vér getum heyrt, mega hljóð- öldurnar ekki sveiflast hægar en 20 sinnum á sekúndu og ekki liraðar en 25000 sinnum. Þeir af sólargeislunum, sem eru sýnilegir, sveiflast frá 375 biljón til um 800 biljón sinn- um á sekúndu. Þetta svigrúm, rúmlega 400 biljón, er að vísu álitlegt, en þó eru til geislar, sem vér þekkjum, en sjáum ekki, bæði útfjólubláu geislarnir, sem hafa meiri sveifluhraða, og hitageislarnir, sem hafa minni sveiflu- ltraða en sýnilegu geislarnir. Vér sjáum þannig aðeins belti af sviði sólargeislanna, en sjáum þá ekki alla leið. Hve stórt hið ósýnilega svæði er, til beggja handa, vitum vér ekki. Þetta er aðeins nefnt sem dæmi, en fleira mætti telja og þá ekki sízt allan hinn mikla heim, þar sem er fult af lifandi verum, sem langt er frá, að vér sjáum með berum augum, hvað þá að vér getum séð gerð þeirra og lífsstarfsemi. Þannig komumst vér að raun um, að skynj- un vor á heiminum er takmörkuð, og þótt mennirnir hafi hjálpað skynfærunum með hugvitsamlegum vélum og auk- ið þekkinguna á náttúrunni með snjöllum vísindaaðferð- um, þá er vitneskja vor enn í molum og að öllum lik- indum ennþá skamt á veg komin. Þá er rétt að snúa að því, sem fyr var frá horfið, og athuga spurninguna um samræmið á nhlli guðstrúar og þekkingar, með ldiðsjón af því, sem þegar er sagt um skynjun vora og eðli heimsins. Eftir því, sem næst verð- ur komist eins og stendur, er allur heimurinn rafmagn. Þessi uppgötvun er að vísu mjög merkileg og hún hlýtur að valda miklum skoðanalíreytingum, en hún þarf ekki að koma á óvart neinum þeim, sem er nokkuð kunnugur sögu náttúruvísindanna, því að þar hefir hver furðulegur atburðurinn rekið annan. En samt sem áður liefir reynsl- an jafnan orðið sú, að því meira sem rannsakað hefir ver- ið og því lengra sem komist hefir verið í þekkingu á leynd- ardómum náttúrunnar, því meiri fjölbreytni hefir komið í ijós, og ])ví flóknari liafa öll viðfangsefni orðið. Það má

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.