Kirkjuritið - 01.03.1940, Side 36

Kirkjuritið - 01.03.1940, Side 36
114 Árni Árnason: Marz. komast svo að orði, að i stað hverrar gátu, sem ráðin var, liafi komið margar aðrar. Það, sem vér vitum, hendir ótvírætt á, að til sé ótalmargt, sem menn hafa ekki fundið né skilið, og hin takmarkaða skynjun vor bendir til þess, að þar sé einnig ótalmargt, sem vér aldrei munum kom- ast til þekkingar á. Þeir kunna að vera til, sem halda því fram, að nú hafi verið komist fyrir uppruna og orsök allra iiluta. Er rafmagnið þá upphaf og insta eðli allra hluta alheimsins? Er það þá að vissu leyti guð efniheimsins ? Það lítur stundum út fyrir, að efnishyggjumenn vorra tíma, eða réttara sagt rafmagnshyggjumenn, vilji lialda því fram. Til þess að geta fallist á það, verða menn að vera þess fullvissir, að ekki sé um önnur öfl að ræða i heiminum en rafmagnið. Er það sennilegt, eða sennileg- ast? Það er fjarri því, að svo sé, og það brýtur meira að segja bág við vísindalega hugsun. Undanfarin visindaleg reynsla gefur ekki heldur neina ástæðu til að álykta, að mennirnir hafi nú komist að því marki að finna frum- orsök alls. Það er þvert á móti í samræmi við alla undan- farna reynslu að álykta sem svo, að fyr eða síðar muni takast að greina rafmagnið sundur, eins og atómin, eða skýra það með enn öðru og frumstæðara, að sínu leyti eins og gjört var um liitann, en liann er, eins og kunnugt er, i þvi fólginn, að frumagnirnar í heitu efni eru á hrað- ari hreyfingu en i köldu efni. Þegar á alt er litið, hefði mátt búast við því, að þegar komist var að hinni undur- samlegu niðurstöðu um rafmagnið og eðli efnisins, þá væri opnuð leiðin að trúa öðrum undursamlegum öfluin í tilverunni og að sú trú fengi byr undir báða vængi, að ekkert væri ómögulegt eða óliugsandi. Það er eðli manns- andans að hrjótast yfir öll takmörk og ryðja tálmunum úr vegi, og þetta eðli kemur m. a. fram í vísindastarfsem- inni. Mannsandinn er á flugi sinu ávalt á undan skynjun og þekkingu. Þar kemur fram trú. Vísindamennirnir koma fram með tilgátur um eðli og uppliaf lilutanna og orsakir fyrirbrigðanna. Þær eru trú, þangað til þær eru sannaðar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.