Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 11
Kirkjuritið.
Frans frá Assísí.
333
fékk Frans líka og önnur börn efnaðra manna þá, og'
var henni mjög í hóf stilt. Hann var löngum að leikjum
og' snemma fyrir leiksystkinum sínum. Þau Assísíbörn
undu sér saman stundum heila daga í strætunum þröngu,
unz kvelda tók, þá héldu þau inn á eitthvert torgið og
hófu þar söng og' dans undir trjákrónum og lagði á Ijóma
kvöldroðans.
Þegar fram liðu stundir, urðu það einkum ung'ir aðals-
menn, sem hópuðust um Frans, því að hann harst mjög
á og veitti óspart. Lét faðir hans sér vel líka að sjá hann
í slíkum höfðingjahóp og sætti sig þvi betur við útgjöldin
en ella myndi. Oft var harla glatt á hjalla hjá þessum
ungu mönnum, og bar mikið á þeim í bæjarlífinu. Jafn-
vel a næturþeli kvað alt við af söng þeirra og hljóðfæra-
slætti. Frans var altaf í broddi fylkingar og vildi láta sem
mest að sérkveða. Frægðarlöngun virtist sterkust af öllu
í fari hans. En það varði hann falli á þessum liálu braut-
um, að þeir félagar mátu allir kurteisi og prúðmensku.
Og þótt líf hans liði svo fram um tvítugsaldur, að hann
nyti einnar skemtunar af annari, þá rankaði hann við
sér stöku sinnum og sá, að til var bláfátækt fólk, sem
gat lifað á því í mánuð, er hjann eyddi á fáeinum
stundum. Þá gleymdi hann öllu öðru og setti sig' í þess
spor, og kom þá fyrir, að hann gaf alt fé sitt og jafn-
vel fötin sín. Einhvern dag var hann t. d. önnum kaf-
inn við afgreiðslu í búð föður síns. Þá kemur inn
inaður og heiðist ölmusu í Guðs nafni. Frans varð
skapbrátt í fyrstu og rak manninn út. En rétt á eftir
vaknaði iðrunin: „Hvernig ætli ég hefði tekið honum,
hefði hann komið og béðið mig einhvers í nafni greifa
eða baróns? Og hversu miklu betur ætti ég þá að taka
honum, er liann kemur í Guðs nafni“? Og hann þaut út
úr búðinni til þess að leita hann uppi og gleðja hann
nieð gjöfum.
I Assísí verður hylting', og tekur Frans þátt í henni af
lífi og' sál. En hún verður bæld niður aftur, og hann