Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 19
Kirkjuritið.
Franz frá Assísí.
341
ætla ég sjálfur að stunda þig.“ „Rétt er það,“ segir hinn,
„en hvað getur þú frekar gjört fyrir mig en þeir?“ „Ég
skal gjöra alt, sem þú vilt.“ „Jæja þá, þvoðu mér frá
hvirfli til ilja, því að svo mikill óþefur er af mér, að
mig hryllir við sjálfum mér.“ Þá hitar Frans vatn í
skyndi og leggur í ilmgrös, og þar sem heilagar kærleiks-
hendur hans snerta manninn, verður hold hans mjúkt og
heilt. Öll sár liverfa af líkamanum og hann verður al-
bata, og hann skelfur og grætur beisklega: „Yei mér,
ég hefði átt skilið eilífa útskúfun fyrir óþolinmæði mína
og illmæli.“ — Svo er um önnur kraftaverk Frans, þau
eru öll kærleiksverk. Alt lif hans er helgað kærleikanum,
og kærleika lians virðast engin takmörk sett.
Um góðleik lians við dýrin eru margar átakanlegar
sagnir. Á einni trúhoðsferðinni t. d. sá liann fuglahóp
og beygði við í áttina til þeirra. Þá þyrptust þeir að hon-
um óhræddir, eins og til að hjóða hann velkominn. „Fugl-
ar, hræður mínir,“ sagði hann þá, „þið eigið að lofa skap-
ara ykkar og elska hann af hjarta. Hann liefir gefið ykk-
ur fjaðrirnar að klæðum, vængina til flugs og alt, sem
þið þurfið. Hann hefir látið ykkur verða fegursta og
leyfir ykkur að lifa í loftinu tæra. Þið þurfið hvorki að
sá né uppskera, og þó annast hann um ykkur, stjórnar
ykkur og gætir ykkar.“ Þá tóku fuglarnir að sveigja
hálsana, breiða út vængina, opna nefin og liorfa á hann
þakkaraugum, en hann gekk inn á milli þeirra, strauk
þeim og sendi þá loks á burt blessandi. Annað sinn,
þegar liann ætlaði að lialda ræðu, klökuðu svölur svo
yfir höfði honum, að ekki heyrðist til hans, þá mælti
liann: „Nú er það ég, sem á að hafa orðið, svölur systur
mínar, hlustið á Guðs orð, verið hljóðar og kyrrar, þang-
að til ég liefi lokið máli mínu.“ Á leið yfir vatn eitt gaf
ferjumaður honum afarstóran karfa, sem hann hafði
veitt. Frans tók fagnandi við, en slepti honum jafnharð-
an í vatnið og blessaði yfir liann þar sem hann synti
burt.