Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 52

Kirkjuritið - 01.12.1940, Page 52
374 Garðar Svavarsson: Nóv.—Des. Eg ætla nú að hætta þessn máli, eg veit, að það hefði mátt koma inn á margt, margt fleira, sem snertir sam- búð eða samhand prests og safnaðar. En nú ætla eg að ljúka máli minu með því að segja ykkur dálitla sögu, sem — þótt svo virðist kanske ekki i fljótu hragði — samt kemur þessu við. Eg sat fyrir fáum dögum á tali við ungan, þýskan flótta- mann gyðinglegrar ættar í annan legg.Það er svo undarlegt, að sjálfur hafði hann ekki hugmynd um gyðinglegt ætterni sitt fyr en fyrir fáum árum, er gyðingaofsóknirnar hófust í Þýzkalandi. Hann var alinn upp, að því er hann áleit sjálfur, hjá foreldrum sínum, þótt síðar kæmi annað upp. Hann var alinn upp sem kristinn maður, við kristna trú, og tók trú sína alvarlegar og innilegar en margur annar og sótti til hennar meira en e. t. v. margur annar. Þetta er hæfileikamaður, svo að af ber og jafnvel með miljónaþjóðinni naut hann þess. Hæfileikar hans urðu metnir og brautin lá upp á við. — Bókmentir, visindi og listir gripu liann fanginn, og hann teygaði af þeim brunn- um með næmni og smekk gáfumannsins. En svo kom lirunið, hans eigið hrun, af þvi að hann var talinn eiga gyðinglegan föður, þótt það yrði aldrei að fullu sannað. Allar dyr lokuðust, verk hans urðu einskis metin. Öllum hurðum var læst i lás — honum var útskúfað. En í þessu myrkri, í þessum raunum var haldið próf — sannleikurinn kom í Ijós. Og hvaða sannleikur kom í ljós? — Jú, þessi sannleikur — eg vil reyna að segja það sem næst lians eigin orðum: — Að alt, sem hann hafði lif- að og lirærst í, unnað og metið, — bókmentir, vísindi, list- ir, hljómlist og fagrar myndir og ódauðleg verk — alt þetta varð að froðu, að lijómi og dufti. Aðeins eitt varð næring, aðeins eitt varð styrkjandi brauð (hann notaði einmitt orðið brauð): „Trúin“. Þessu lifandi hrauði trúarinnar, þessari náðargjöf orku og máttar Guðs fyrir samfélagið við Krist Jesúm, er okkur ætlað að miðla þjóð vorri.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.