Kirkjuritið - 01.12.1940, Side 42

Kirkjuritið - 01.12.1940, Side 42
364 Sigurgeir Sigurðsson: Nóv.—Des. og vigði biskup kirkjuna í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda, og afhenti presti og söfnuði kirkjuna til kristilegrar notkunar. í lok vígslunnar ávarpaði liann sérstaklega sóknai’ijrestinn og óskaði honum og söfnuð- inum hlessunar Guðs í framtiðarstarfi öllu. Söng þá kantötukórinn „Faðir vor“, er Björgvin Guðmundsson tónskáld hefir gjört undurfagurt lag við. Eftir að sung- inn hafði verið sálmurinn „í þennan helga herrans sal“, steig vígsluhiskup, Friðrik J. Rafnar, í prédikunarstól, og talaði út af guðspjalli dagsins. Að lokinni prédikun var sunginn sálmurinn „Ó, þá náð að eiga Jesúm“. Þá fór fram barnsskírn, og' skírði vígslubiskup. Fóru síðan hislcup og vígslubiskup fyrir altari og luku guðsþjón- ustunni með venjulegum hætti, og lauk athöfninni sjálfri með því, að sunginn var þjóðsöngurinn. Séra Ingólfur Þorvaldsson í Ólafsfirði flutti hæn í kórdyrum. Þegar aðalvígsluathöfninni var lokið, flutti húsameist- ari ríkisins, Guðjón Samúelsson, sem teiknað hefir kirkj- una og verið hefir yfirumsjónarmaður kirkjubygging- arinnar, erindi. Lýsti hann kirkjunni nákvæmlega, og gerði nána grein fyrir byggingu hennar. Auk þeirra prófasta og presta, sem áður eru taldir, voru þessir prestar viðstaddir: Friðrik A. Friðriksson, jirófastur á Húsavik, séra Þorgrímur Sigurðsson, séra Þor- varður G. Þormar og séra Þormóður Sigurðsson. Kirkju- málaráðherra, Hermann Jónasson, var viðstaddur við vigsluna. Talið var út úr kirkjunni að athöfninni lokinni, og kom í ljós, að á fimtánda hundrað manns höfðu verið viðstaddir vígsluathöfnina. Urðu mörg hundruð manns frá að liverfa. Hin nýja Akureyrarkirkja mun, að flestra dómi, vera lang-veglegasta og fegursta kirkjubyggingin, sem i lút- erskum söfnuði hefir verið hygð á Islandi. Henni svip- ar mest til gotneska kirkjustílsins, en yfir henni er þó

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.