Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.12.1940, Blaðsíða 21
Kirkjuritið. Frans frá Assísí. 343 einnig segja, að liann hafi, frá mannlegu sjónarmíði, verið kominn upp á hæsta tindinn. Hann bjó sig með föstu og bæn undir hátíðisdaginn mikla, krossmessuna að hausti. Nóttina fyrir var liann alla á bæn. En er fyrstu geislar morgunsólarinnar vermdu hann eftir næturkuld- ann, sá hann birtast undursamleg'a mynd. Engill ftaug lil lians á útheiddum vængjum frá sjóndeildarhringnum og vakti honum óumræðilegan fögnuð. í miðjum ljómanum sást kross, og var engillinn negldur á hann. Þegar sýnin hvarf aftur, fann Frans til sárra líkamskvala. Sál lians komst við af insta grunni og fálmaði og leitaði að merk- ingu þessarar vitrunar. Þá sá hann alt í einu sáraför frelsarans á líkama sinum, og þau ör bar hann síðan til dauða. Nokkuru síðar kvaddi hann fjallið hinzta sinni. Áður en önnur fjöll fólu tind þess sýn, steig hann af hesti sínum, kraup á kné og mændi þangað: „Vertu sælt, Guðs fjall, heilaga fjall, sem Guði þóknast vel að taka sér hústað á. Vertu sælt, Vernafjall. Guð blessi þig, Faðir, Sonur og Heilagur andi. Hverf þú í friði. Við sjáumst ekki framar.“ Hægt og' liægt þurru Frans heilsa og kraft- ar. Þá var það eitt mesta yndi hans að yrkja og svngja lofsöngva. Hann leitaði sér lækninga, en öll hjálp manna náði skamt. Loks spurði liann lækni, hvort hann liygði sér líf. „Ég er ekki hræddur við dauðann“, sagði hann, „ég lifi i svo nánu samfélagi við Guð, að mig gildir einu, hvort ég lifi eða dey.“ Læknirinn svaraði, að hann ætti ekki Iangt eftir. Þá breiddi Frans fagnandi úl faðminn og hrópaði: „Velkominn, bróðir dauði.“ Svo gjörði hann hoð eftir tveimur vinum sínum og hað þá að syngja með sér sólarljóðin, sem hann hafði ort. Og þeir sungu saman: „Hæsti, almáttugi, góði drottinn Guð. Þitt er lofið, dýrðin, heiðurinn og vegsemdin. Guð minn lofi allar skepnur, og fyrst og fremst móðir vor sólin, sem flytur oss daginn, færir oss ljósið. Ó, drottinn, hún er ímynd þín. Lofaður sé Guð fyrir bróður vorn mána og stjörnurn- ar, sem hann hefir sett á himininn, mildar og skærar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað: 9. Tölublað (01.12.1940)
https://timarit.is/issue/308934

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. Tölublað (01.12.1940)

Aðgerðir: